Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 4

Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 4
vör við eina krónu, sem lá á skrifborðinu, að hálfu leyti hulin í dagblaði. En frímínút- urnar voru liðnar lijá, svo að hún gaf sér ekki tíma til að taka fram budduna aftur svo að hún gæti lagt krónuna í hana, heldur lét hana liggja kyrra á skrifborðinu. Kennslustundin hófst. Allir nemendurnir sátu beygðir yfir bækur sínar, er kennslu- konan allt í einu bað Elínu að fara inn í íbúðina sína og sækja penna, sem hún hafði gleymt þar. Þegar Elín var í þann veginn að snerta pennann, lá þar dagblað fyrir henni, sem hún ýtti til hliðar án þess að lyfta því upp. A þennan hátt rann krónan inn í blaðið. Elín sneri aftur án þess að hafa hugmynd um að krónan lægi þarna. Kennslustundin leið til loka í ró og friði. Síðan hófust síðustu frímínúturnar. Berta var gröm við Elínu vegna þess að kennslukonan hafði sýnt henni svo mikið traust. Kennslukonan fór inn í íbrið sína og hlynnti svolítið að blómunum sínum, en datt svo allt í einu í hug krónan, sem hún hafði skilið eftir á skrifborðinu. Hún hugð- ist leggja hana í budduna, en sér til undrun- ar sá hún hana ekki á borðinu. Hún færði blaðið til og lagði það í blaðamöppuna, en veitti því ekki athygli, að krónan lá innan í því. Allan tímann, sem frímínúturnar stóðu yfir leitaði hún, en án árangurs. Síðan fór hún að hugsa um Elínu. Skyldi liún hafa tekið krónuna? Henni fannst það harla ótrúlegt að Elín hefði gert slíkt. — Síðasta kennslustund dagsins! hrópuðu börnin, um leið og þau hættu leiknum og kennslukonan stóð á tröppunni og hringdi bjöllunni. Þegar nemendurnir voru allir komnir inn og hver og einn liafði tekið sér sæti á sínurn stað, spurði kennslukonan Elínu, hvort hún hefði séð nokkra krónu liggja á skrifborðinu, þegar hún sótti pennann. — Nei, ég sá enga krónu, svaraði hún. — Já, en ég skildi eina krónu ef tir á skrif- borðinu, þegar ég var inni í íbúðinni í fyrri frímínútunum. Sástu hana ekki? — Nei, ég sá hana ekki. — Komdu með mér inn og við skulum leita. Elín fór með kennslukonunni. Þær leituðu báðar nokkra stund, en árangurslaust. Síðan sneru þær aftur til kennslustofunnar. Á með- an þær voru að þessu, höfðu óhreinar hugs- anir og ill áform hertekið huga Bertu, og hún greip tækifærið til þess að gera Elínu illt. Hún hafði eina krónu á sér, sem pabbi liennar hafði gefið henni, áður en hún fór í skólann. Hún lagði hana nú í borðskúffu Elínar. Berta trúði því ekki, að Elín hefði tekið krónuna, en til þess að auglýsa enn betur illsku sína, til félaga síns lagði hún krónuna í skúffuna hennar. Þegar kennslukonan kom til baka, stóð Berta upp og sagði, að hún hefði séð F.línu leggja peninginn í skúffuna sína, áður en hún fór inn. Elín eldroðnaði þegar hún heyrði hvað Berta sagði. Kennslukonan gekk til Elínar, lyfti plötunni á borðinu og sá þá krónuna sem Berta hafði lagt þar. — Hvaðan liefur þú fengið þessa krónu, Elín. Elín varð svo steinhissa að hún kom ekki upp nokkru orði. Hún hafði ekki nokkra hugmynd um hvaðan hún var komin. — Tókst þú hana ekki á skrifborðinu mínu, þegar þú sóttir pennann? spurði kennslukonan. — Nei, það gerði ég ekki, ég sá enga krónu þar. — En hvaðan hefur þú þá fengið þessa krónu? — Það veit ég ekki. — En Berta sá þig leggja hana í skúffuna. Eða var það ekki þannig, Berta? — Jú, ég sá þegar hún lagði hana í skúff- una. — Segðu okkur hvaðan þú fékkst hana? Augu Elínar fylltust tárum, og hún kom ekki upp neinu orði. Kennslukonan tók krónuna og hóf síðan að kenna á ný. Elín megnaði ekki að fylgjasi með. Berta sat þar sigri hrósandi. Loks hafði henni tekizt að skrökva á Elínu. Að sjálfsögðu Framhald á bls. 34. 4

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.