Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 5

Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 5
Kæra Barnablað! Ég sendi þér borgun fyrir árið 1966, 25 kr. Mér þótti framhaldssagan Fórn Eiríks mjög skemmtileg og sakna ég hennar mikið. — Mér þykja smásögurnar líka mjög skemmtilegar. Guðrún Arndís Jónsdóttir, Nýpugörðum, Mýrum, Hornafirði. Kæra Barnablað! Hér með sendi ég borgun fyrir Barnablaðið kr. 25,00. Og um leið langar mig að þakka þér fyrir allar fallegu sög- urnar. Mér finnst mjög gaman að framhaldssögunni. Ég hlakka alltaf til að fá blaðið. Svo óska ég blaðinu alls góðs. — Kær kveðja. Dagný Bjarkadóttir, Hallbjarnarst, Tjörnesi, S. Þing. Kæra Barnablað! Mig langar til að það sé athugað, hvort ekki er komið árgjald 1966. Það var póstlagt á pósthúsinu hér 5. maí, og bið ég afsökunar að það dróst lengi vegna samgöngu- erfiðleika. Svo þakka ég blaðið 1965. Það er ekkert komið af árgangi 1966, og ef peningarnir eru ekki komnir til ykkar, þarf ég að fá leiðréttingu á pósthúsinu hér, því að ég vil ekki missa blaðið. Beztu kveðjur. Sigurlína Kr. Kristinsdóttir 8 ára, Knappstöðum, Stiflu, pr. Haganesvík. (Jú, Sigurlína litla, peningarnir þinir komu með góðum skilum. Og ég þakka þér fyrir það, að þú vilt ekki missa mig. Barnabl.) Kæra Barnablað! Ég sendi hér með borgun fyrir árið 1966, kr. 25,00. Svo þakka ég þér kærlega fyrir allar skemmtilegu sögurnar. Mér finnst agalega gaman að sögunni „Fórn Eiríks". Mér finnst gaman að öllum sögum þínum. Með kærri kveðju. Erla Oddsdóttir (10 ára), , Hvammi, Fáskrúðsfirði. S.-Múlasýslu. Kæra Barnablað! Ég sendi hér borgunina fyrir árið 1966, kr. 25,00. Svo þakka ég þér fyrir allar góðu og skemmtilegu sögurnar. Ég hlakka alltaf til þegar blaðið kemur. — Kær kveðja. Ásta Lárusdóttir, Stórhóli, Álftafirði. Kæra Barnablað! Nú er Vilborg Árnadóttir hætt að kaupa blaðið, en ég ætla að kaupa það í staðinn. Og ég sendi hér með árs- gjaldið, kr. 25,00, þótt seint sé. — Kær kveðja. Svanhildur Pálmadóttir, Bergsstöðum, Vatnsnesi, V.-Hún. Kæra Barnablað! Hér með sendi ég þér greiðslu fyrir árið 1966, kr. 25,00. Svo þakka ég þér fyrir allar góðu sögurnar, sérstaklega framhaldssöguna Kinzu. Sigríður M. Ornólfsdóttir, , Nesi, Aðaldal, S.-Þing. (Sigriður litla, þú verður ekki fyrir vonbrigðum af Kinzu. Haltu þess vegna blöðunum þínum vel saman, því að Kinza er fram úr skarandi barna- saga. Barnabl.). Arndis Jónsdóttir, Nýpugörðum, Mýrum, Hornafirði, ósk- ar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrin- um 10—12 ára. Og Elfa Signý Jónsdóttir, Nýpugörðum, Mýrum, Horna- firði, óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 9—11 ára. FRÁ BARNABLAÐINU Barnablaðið þakkar fyrir öll þessi bréf, því að okkui finnst það mjög ánægjulegt, hve mörg börn skrifa til blaðsins. Við þökkum Hka fyrir það, hve flest af ykkur eruð skilvís á greiðslu fyrir blaðið, samanb. bréfið frá Sigurlínu Kristinsdóttur hér að framan. Við hefðum viljað birta fleiri bréf, en rúmsins vegna gátum við það ekki. Hins vegar reyndum við að taka bréfin, sem við birtum, sem víðast að af landinu, svo að enginn landsfjórð- ungur yrði útundan. Það er gleði okkar að Barnablaðið á orðið marga les- endur um allt land. Þið megið senda okkur stuttar frá- sagnir, ef þær segja frá einhverju fallegu og skemmti- legu úr lífi ykkar, eða hjálp Guðs ykkur til handa við ýmissar kringumstæður. Eins og segir frá á öðrum stað í blaði þessu sendir ungur lesandi okkur söguna „Traust bænarinnar". sem hún (höfundurinn er stúlka) skrifaði sjálf og samdi. Við birtum náttúrlega ekki allt, sem við fáum. En það er jafnstutt leið í pappírskörfuna undir skrifborðinu og í pappírsmöppuna, sem liggur á borðinu, og tekur við öllu efni, sem fer í Barnabl. Þið skiljið náttúrlega, hvað við eigum við. í Guðs friði. Barnablaðið. 5

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.