Barnablaðið - 01.12.1966, Side 6

Barnablaðið - 01.12.1966, Side 6
HEIMBOÐIÐ Það var afmælisdagur Birgittu, og foreldr- ar liennar liöfðu leyft henni að hafa ofur- litla veizlu. Það var enginn vandi að finna út, hverjurfi ætti að bjóða. Auðvitað voru beztu vinstúlkur hennar velkomnar. Til þess að allt yrði nú enn skemmíilegra, þá skrifaði Birgitta smá boðskort til hvers og eins, sem boðinn var. — Ætlar þú ekki að bjóða Ingu? spurði mannna Birgittu, eftir að hafa lesið yfir boðs- kortin. — Ó, mamma mín, mér er aldrei boðið til hennar. Hinar stúlkurnar langar aldrei til þess að bjóða henni til sín. — Inga getur engum boðið heirn, sagði mamma. Foreldrar hennar liafa hvorki tíma né kringumstæður til þess. Þau vinna bæði úti, og svo er íbúðin þeirra lítil. Ég lít svo á, að þú ættir að bjóða Ingu. — En, þú veizt mamma, að Inga gengur ekki í sunnudagaskólann.... þar að auki er hún sjaldan með okkur hinum nú orðið. — Inga verður að gæta systkina sinna, þeg- ar hún kemur heim úr skólanum, svo að hún hefur engan tíma til að leika sér. Og mér finnst engin ástæða til þess að ganga framhjá henni þó að hún gangi ekki í sunnudaga- skólann. Hún mundi ef til vill verða mjög glöð, el' þú styngir upp á því við hana. Það er nú ekki skemmtilegt að standa alltaf álengdar. — Það er þá víst bez.t að ég bjóði henni svaraði Birgitta óánægjulega. Þegar afmælisdagurinn rann upp og allt var undirbúið, hljóp Birgitta fram og afiur eins og larnb í haga og leit eftir öllu áður en gestirnir komu. Mamma hennar hafði bak- að kökur og búið til fínt ávaxtasalat, en hitt varð Birgitta sjálf að sjá um. Þegar allir voru komnir nema Inga, varð Birgitta svolítið skönnnustuleg. Að liugsa sér ef Inga kærni nú ekki. Hún skyldi nú bara láta sér til hugar koma, að 'hún væri ekki velkomin. En sem betur fór þá kom nú Inga líka og Birgitta tók brosandi og hlýlega á móíi henni. Hinar stúlkurnar urðu svolítið undrandi. — Óska þér til hamingju með afmælisdag- inn, sagði Inga, og rétti Birgittu dálítinn stranga, sem var vafinn í silkislæðu. Silki- sjalinu getur þú vafið um höfuðið og blómin skaltu nota eins og þú vilí. Birgitta varð frá sér numin, þegar hún sá blómin. Þrír litlir rósaknúppar! Oft höfðu henni verið gefin blóm áður, en aldrei rósir. Rósir voru mjög dýr blóm! — Bróðir minn vinnur í blómabúð, sagði Inga, til að gefa skýringu, svo að Birgitía áliti ekki að hún liefði varið óheyrilegri pen- ingaupphæð fyrir rósirnar. Birgitta þakkaði fyrir, og bráðlega var Inga með af lífi og sál og skemmti sér eins vel og hinar. Þær fóru í samkvæmisleiki, drukku saft og borðuðu kökur. Þegar gildið var næstum því að taka enda, var ávaxtabúð- ingurinn borinn fram. Þá var það, að ein- hver hóf að tala um sunnudagaskólann. — Má hver sem vill koma í sunnudagaskól- ann? spurði Inga. — Auðvitað. Þú ert velkomin og taktu systkini þín með þér, sagði Birgitta. — Þá kem ég strax næsta sunnudag, svar- aði Inga. Þær sátu lengi og töluðu sanran, en að síð- ustu urðu þær að skilja og lrver og ein fór til sinna heima. Þegar allir voru farnir og kyrrð var komin á, settist Birgitta niður og fór að hugsa um 6

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.