Barnablaðið - 01.12.1966, Side 7

Barnablaðið - 01.12.1966, Side 7
Brotna skálin Sólin skein frá skýlausum himni. Þrátt fyrir það fannst ský. Það var samt ekki öll- um sjáanlegt. Skýið var innan dyra á Grænu- götu 7. — Hvers vegna þarf ég ævinlega að gera eitt og annað, Jregar Óli þarf ekkert að gera, er hann kemur heim úr skólánum? sagði Inga í óánægjutón við mömmu sína. Ég á að þvo upp og fara í sendiferðir, en hvað gerir Óli? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Frú Borg þekkti svo að segja hvert orð. Og er hún leit til baka, þá minntist hún þess, að þannig hafði Inga ætíð mótmælt. — Óli þarf að hugsa um námið, sagði hún rólega. Hann getur ekki staðizt prófið ef hann fær ekki frið til að lesa, það veizt þú vel. Og ég vinn úti, annars mundi ég geta gert meira hér heima. En það geri ég til þess að geta borgað skólagöngu Óla. — Þetta hef ég fengið að heyra í livert sinn, sagði Inga og hækkaði röddina, svo að dimma hversu margt fallegt henni hefði verið gefið. Sérstaklega voru það þó litlu rósaknúpp- arnir, sem nú þegar voru farnir að springa út í hitanum. En livað hún hafði verið heimsk. Hugsa sér, að hún skyldi aldrei hafa talað um sunnudagaskólann við Ingu. Og svo þetta með öll heimboðin. Enginn hafði kært sig um Ingu, eingöngu vegna þess að hún gat engum boðið aftur. Þannig átti mað- ur ekki að hugsa eða breyta, alltaf að hugsa um að fá eitthvað í staðinn fyrir það sem maður sjálfur gaf. Birgitta ákvað að tala við hinar stúlkurnar viðvíkjandi Ingu, þær yrðu að sjá að þær höfðu breytt ranglega með því að hrinda félaga frá sér. B. H. skýið, sem hvílt hafði yfir þennan sólbjarta dag, varð alveg kolsvart. — Aðalatriðið er að Óli verði eitthvað stórt, en ég. . . . Hvað á að verða úr mér? Eg hef aðeins mína fátæklegu gagnfræða- skólamenntun, og með það fær maður að- eins vanalega skrifstofu vinnu. Skýið hvíldi áframhaldandi yfir Grænu- götu 7. — Það kemur að því, að þú giftir þig, sagði frú Borg. Og það er ekki svo nauðsyn- legt að geta haft velborgaða atvinnu. Venju- lega krefst heimilið alls tíma konunnar að minnsta kosti fyrstu árin, þegar börnin þarfn- ast sérstakrar umönnunar. En maðurinn verð- ur að hafa vinnu, svo að liann geti séð fyrir sér, konu og börnum. Inga vissi þetta svo vel. Þetta hafði hún fengið að heyra nægilega oft til þess að geta ekki gleyrnt því. En hún gat ekki þolað þetía dálæti á Óla. — Hver getur vitað, hvort ég gifti mig eða ekki? sagði hún jafn hávær. Hver vill eiga konu, sem ekki getur sjálf lagt neitt til heim- ilisins?

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.