Barnablaðið - 01.12.1966, Side 13

Barnablaðið - 01.12.1966, Side 13
HETJUR DAGSINS Pétur var tólf ára, og var búinn að lesa heil- mikið um hetjur og þeirra miklu og marg- víslegu dáðir. — Ég vildi óska, að tímar lietjudáðanna væru ekki liðnir hjá, sagði Pétur við mömmu sína. Hugsaðu þér, ef maður gæti í dag farið út og harizt \ ið mótstöðumenn krisíindóms- ins. Þá mundi ég líka verða heíja. — Þú getur orðið hetja í dag. Veiztu það ekki? sagði mamma. Pétur horfði á hana stór- um augum. Hetja í dag! Því hefði hann aldrei trúað. — En, mamma, hvernig get ég orðið lietja í dag? Þeir tímar eru löngu liðnir. — Manstu eftir sögunni um drenginn, sem var deyddur í Antíokkíu á fyrsíu dögum kristninnar, vegna þess að hann vildi ekki afneita frelsara sínurn? Já, livort ég man, sagði Pétur. En nú á tímum líða víst engir ofsóknir vegna jesú? bætti hann við. — Það er nú rétt það sama. Vísast getur það hent hæði hér heinta og í öðrurn lönd- um. Og þú vanræktir það nú sjálfur síðast í gær að nota tækifærið til þess að sýna hug- rekki þitt vegna Jesú. Þegar Georg og Karl voru staddir hérna, og þú sýndir þeim allar jólagjafirnar sem þú hafðir fengið, þá köst- uðu þeir með fyrirlitningu í hurtu, fallegu nýju Biblíunni þinni, og sögðu að það væri enginn Guð til. Þú manst, að þeir sögðu líka, að Biblían væri skrifuð aðeins handa konum og óvita börnum, og að þeir fyrir sitt leyti gætu ekki skilið, að föðurbróðir þinn skyldi senda þér slíka bók o.s.frv. Þá þagðir þú og lézt þá halda, að þú hefðir sömu skoðun og þeir. Pétur roðnaði. — En, mamma, þú veizt, að ég er það ekki, andmælti hann. — Hvers vegna sagðir þú það þá ekki, og viðurkenndir frelsara þinn? — En, mamma, þeir liefðu bara hlegið að mér og sagt, að ég væri að látast vera vitrari en þeir. — Ja, hvað hefði það gert til? Sértu hrædd- ur við að viðurkenna sannleikann fyrir nokkr- um félögum, sem þó eru ekki eldri en þú ert sjálfur, hvað mundi þá hafa orðið úr þér, ef þú hefðir komizt í sömu kringumstæður og Cyril frá Antíokkíu? Pétur þagði og varð niðurlútur. Hann fyrirvarð sig. — Kæri drengurinn minn, hermaður má ekki skammast sín fyrir þá hugsjón, sem hann berst fyrir. Það þarf mikið hugrekki til þess að vera hermaður Drottins. Manstu ekki eftir því, að Jesús segir: „Hver, sem blygð- ast sín fyrir mig og mín orð fyrir hann mun og mannssonurinn blygðast sín, þegar liann kemur í dýrð Föðurins, með heilögum engl- um.“ Mér dettur annað atvik í liug, þegar viss drengur gerði ekki, það sem hann vissi, að var rétt, einungis vegna þess, að hann var hræddur um, að hinir drengirnir mundu Itlæja að lionum. Pétur beygði höfuðið enn dýpra. Tækifæri til að sýna djörfung og hugrekki á örlagastundum, veitist aðeins fáurn einurn. En við eigum öll dagleg tækifæri í höndum okkar til þess að vinna sigra, sem eru ef til vill mörgum sinnum þýðingarmeiri en þeir sigrar, sem unnir voru af þessum hetjum, sem fóru út með sverð við hlið. Það eru liversdagshetjurnar, sem eru stærstar í augum Guðs. Framhald á bls. 40. 13

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.