Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 16

Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 16
Gleðileg jól Jólin, sem heimilishátíð, hafa það í för með sér að húsmóðirin þarf mörgu að sinna. Vísast er það ánægjulegt að eiga kökudúnk- ana fulla, eldliússtólana nýmálaða og nýofn- ar mottur á gólfunum. En hver hefur fundið upp á því að við þyrftum að hafa þetta allt saman til reiðu endilega fyrir jól? En börnin virðast líka hafa sinn jólaundir- búning. Það finnst mér að minsta kosti, þeg- ar ég stend í eldhúsinu og er að strjúka línið. Á bak við lokaðar dyr barnaherbergisins, heyri ég mikinn undirbúning. Börnin tala saman í hvíslandi rómi, og spyrja hvert ann- að, hvort þetta skuli vera svona eða öðru- vísi. Inn á milli heyri ég þau vera að þagga niður í litla bróður og segja honum að tala lágt. Af og til smeygir eitthvert þeirra sér út um dyrnar, sem þau opna í hálfa gátt. „Mamma, jrú mátt ekki forvitnast neitt.“ Það er Jóhann, sem gengur í gegnum eld- húsið, og ég loka auðvitað augum mínum. Hver vogar svo sem að vera forvitinn þessa leyndardómsfullu daga? „Mannna, ekki að forvitnast!" Nú kemur litli bróðir og Jrarf líka að ganga í gegnurn eldhúsið. Að hálfu leyti gleymir hann þó hvaða erindi liann hafði, og hleypur út að glugganum og fer að horfa á vöruflutninga- bíl, sem ekur eftir götunni. Bílar eru ein- mitt hans mikla áhugamál. í gluggakistunni liggja nú nokkrir kubbar ásamt allavega litum jólapappír, sem ég auðvitað læzt ekki sjá. Síðan heldur hann áfram að pakka inn jólagjöfum þarna rétt við nefið á mér, milli þess sem hann leggur fyrir mig ýmsar undar- legar spurningar. „Hvar búa gleðilegu jólin, mamina? Geta gleðileg jól ekið bíl?“ Ég kæfi niður löngun mína til að skelli- hlægja og reyni þess í stað að svara spurn- ingum hans einhvern veginn, og lield áfram að strjúka línið. En börn eru ekki ánægð með það að fá reikul svör við spurningum sínum. Spurning hans gerir mig hljóða og stillir mér frammi fyrir annarri spurningu: Hvar finnum við gleðileg jól? Hinn rétta jóla- anda eignumst við aðeins þegar við í hjarta okkar og heimili gefum Jesú fyrsta réttinn og fremsta rúmið, þar sem við heyrum Hann tala til okkar um hið eina nauðsynlega. — "7 Það er snemma aðfangadagsmorguns. Ég heyri léttstíg hlaup í forstofunni. Allt í einu stenduf litli bróðir í dyrunum og hlær með öllu andlitinu. Undir arminum hefur hann gamla, margbrotna eftirlætis bílinn sinn, sem sennilega verður afsettur fyrir annan nýjan óðar en kvöldið kemur. Við fylgjumst að inn í barnaherbergið þar sem ég kveiki lítið ljós á borðinu. Unr leið kemur hreyfing á sængina í einu rúminu. Óðar en varir eru öll börnin þrjú vöknuð. Ekkert þeirra segir orð en öll þrjú liggja þau á koddanum og horfa á ljósið glöðum augum. „Gleðileg jól, elsku góðu börnin mín,“ segi ég um leið og ég geng að glugganum og dreg upp gluggatjaldið. Þá kernur fjör í börnin, og þau hoppa öll upp úr rúmunum og hlaupa út að glugganum og horfa út. Nú heyrir það til hins óvenjulega að við höfum fengið snjó á jörðina þessi jól. Himinninn er stjörnubjartur og ekki hinn minnsti blær hrærir við morgunkyrrðinni. 16

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.