Barnablaðið - 01.12.1966, Page 18

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 18
Hann sagðist heita „Jóhannes 3, 16“ Á köldu vetrarkvöldi, stóð lítill, írskur drengur á götu í Dublin, heimilislaus og vinalaus. Á meðan hann stóð þarna og beið, hungraður og kaldur, var skyndilega lögð hönd á öxl hans. Það var dimmt en samt kom hann auga á háan mann, sem stóð hjá honum, og hann heyrði rödd, sem sagði: „Drengur, hvað ert þú að gera hér svo seint að kvöldi. Þú liefur ekki gott af því að vera á götunni svona seint, þú ættir heldur að fara heim og leggja þig.“ „Ég á ekkert heirn- ili þar sem ég get sofið,“ sagði drengurinn. „Ósköp er að heyra þetta,“ sagði maðurinn. Mundir þú vilja eignast heimili, ef ég gæti útvegað þér það?“ „Já, því máttu trúa,“ sagði drengurinn. „F.g yrði þér mjög þakklátur.“ „Ef þú gengur þessa götu og kemur að þessu númeri — þá skaltu.... meira gat mað- urinn ekki sagt, því að drengurinn var þot- inn af stað, „nei, bíddu, drengur minn, þú þarft að heyra meira, annars ratar þú ekki rétta leið. Þegar þú kemur að húsinu verður þú að vita hvernig þú átt að liaga þér. Kanntu að lesa?“ „Nei, það kann ég ekki.“ „Þú þarft að hafa aðgöngumiða að húsinu, gleymdu því ekki, annars kemst þú ekki inn. Hér er hann, og á honurn stendur: „Jóhannes 3, 16.“ Reyndu að muna það: „Jóhannes 3, 16, Jóhannes 3, 16,“ endurtók liann. Getur þú munað þetta? Án þessara orða færð þú ekki að komast inn.“ Utan við sig af fögnuði hljóp drengurinn af stað, og fann brátt götuna og húsið, sem honum var bent á. En það lá við að hann tapaði kjarkinum, þegar hann sá að húsið var umkringt hárri járngirðingu, og hliðið var rammbyggilega læst. Hvernig átti hann að komast inn? Jú, þarna var stór dyrabjalla. Hann þreif til hennar og hringdi ákaft. Næt- urvörðurinn kom fljótlega og spurði liver það væri. „Það er ég, — Jóhannes 3, 16,“ svaraði drengurinn. „Það er ágætt,“ sagði maðurinn. „Gerðu svo vel, vinur minn, og gakktu inn.“ Dreng- urinn lét ekki segja sér það tvisvar, og eftir skamrna stund var hann háttaður ofaní hlýtt rúm, og svo fallegt var það að liann liafði aldrei séð neitt þvílíkt áður. „Þetta er ágætt nafn, sem maðurinn hefur gefið mér,“ sagði hann við sjálfan sig. „Hér eftir heiti ég bara Jóhannes 3, 16.“ Næsta morgun fékk hann rnjólk og brauð, áður en hann fór út, og hann hafði fengið leyfi til þess að sofa þarna næstu nótt líka. Hann var hræddur um að lrann mundi mæta gömlum félögum, en það vildi hann sízt af öllu núna. Hann hugsaði með gleði til góða rúmsins og nýja heimilisins. Skyndilega henti það, slysið, óhamingjan, eða eigum við ef til vill að kalla það hamingju. Það var ekið á hann. Hann varð undir bifreið. Hann var tekinn upp og fluttur á næsta sjúkrahús, á meðan kornst hann til meðvit- undar. Það ber oft \ið í Dublin, að menn eru spurðir hverrar trúar þeir séu, jafnsnemma og þeir segja nafn sitt og heimilisfang. Um leið og hann kom til sjúkrahússins, var hann Framhald á bls. 20. 18

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.