Barnablaðið - 01.12.1966, Page 19

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 19
Hafið heillar r 1 VIÐ HAFIÐ ÉG SAT Hversu mörg eru verk þín, Drottinn, þú gjörir þau öll með speki, jörðin er full af því, er þú hefur skapað. Þar er hafið, mikið og vítt á alla vegu, þar er óteljandi grúi, smá dýr og stór. Þar fara skipin um og Levíatan, er þú hefur skapað til þess að leika sér þar. Öll vona þau á þig, að þú gefir W'W'W&vÍ § f - £ M %<■ ^H9fl||||HflNH£**,§*‘«r o... $ & y ■-. wæ \ Xjt*í þeim fæðu þeirra á réttum tíma, WA * f þú gefur þeim og þau tína, ■^■Er fllrJB u ** Í2 :< þú lýkur upp hendi þinni, WM "wiafWm ' ■-■ irl4 og þau mettast gæðum. Þú byrgir auglit þitt, þá skelfast þau. Þú tekur aftur anda þeirra, þá andast þau.... Daviðssdlmur 104. Verk það, sem þessi hraustlegi sveinn er að vinna, gæti bent okkur á, hvað hann hugs- aði sér að verða, þegar hann er orðinn full- orðinn. Það er gott fyrir alla unglinga að búa sig undir lífið með því að læra sem flest verk, sem þjóðarheildin þarf að leysa af hendi í framtíðinni. ísraelsmenn voru Guðs útvaldi lýður. Tvímælalaust má rekja það til Guðsþekk- ingar þeirra, hvað feðurnir voru vökulir fyrir því, að synir þeirra lærðu ákveðið hand- verk eða vissa iðngrein. í augum ísraels var mikið framtíðaröryggi í því að synirnir lærðu til alls mögulegs iðn- aðar. Jafnvel þeir synir, er settir voru í æðri skóla, og skyldu verða lærifeður, urðu að læra iðnverk jafnhliða. Þannig var með Sál frá Tarsus, sem síðar varð Páll postuli. Jafnt sínu mikla bóknámi, varð hann að læra tjaldgjörð. Þetta kom hon- um mjög til góða síðar í lífinu. Það sýnir meðal annars Postulasagan 18, 1—4. Meðal lærifeðra ísraels var þetta spakmæli í hávegum haft: „Þótt sjö hallærisár komi, geta þau ekki skaðað iðnaðarmanninn." 19

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.