Barnablaðið - 01.12.1966, Page 20

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 20
Hann sagðist heita . . . Framhald af bls. 18. spurður hvort hann væri kaþólskur eða nrót- mælendatrúar. — „Sannleikurinn er,“ sagði hann, „að ég veit það ekki. „í gær var ég kaþólikki, en nú er ég bara Jóhannes 3, 16.“ Þegar búið var að gera að sárum hans, var hann færður inn í sjúkrastofu. Hann fékk fljótt háan hita, og menn heyrðu að hann hrópaði stöðugt Jóhannes 3, 16. „Það varð mér til blessunar, það nafn varð mér til bless- unar.“ Hróp lrans vöktu alla sjúklingana sem voru í næstu stofum, og þeir ræddu um það sín á milli lrvað drengurinn ætti við — það varð mér til blessunar. „Það varð mér til blessun- ar“, hrópaði drengurinn. Þegar Iiann fór að átta sig, heyrði hann sjálfan sig segja: „Jóhannes 3, 16, hvar ert þú staddur í dag, og hann heyrði að fólkið í kring um hann kannaðist við nýja nafnið hans. — „Þó að við værum nii btiin að læra það,“ sagði það, þú sem hefur ekki þagað um Jóhannes 3, 16. Og veiztu ekki sjálfur hvers vegna þú heitir þessu nafni?“ „Nei, það veit ég ekki, en ég segi bara, blessað veri þetta nafn.“ „Veiztu þá ekki að það stendur í Biblí- unni?“ „Biblían, hvað er það?“ „Vesalingur- inn litli. Hefur þú aldrei heyrt um Biblíuna, þá blessuðu bók?” „Lesið þið fyrir mig,“ bað hann, og þegar hann fékk að heyra Jóhannes 3, 16, sagði hann: „Þetta er undursamlegt, þetta er fallegt, það segir frá eilífum kær- leika." Hann lærði biblíuversið í heiid: „Svo elskaði Gúð heiminn að hann gaf sinn ein- getihn sonj til þess að hver, sein á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.” „Ég hef þá fengið. meira en nafnið,” sagði hann, „ég hef líka fengið stóra gjöf.“ Dagarnir liðu, og það var stöðugt breyt- ing á sjúkrastofunni, en litli sjúklingurinn var samt aldrei einmana. Hann fann full- nægju í orði Ritningarinnar, hann skilcli það svo vel, en hann vissi ekki að hann átti eftir að verða til þéss að bjarga mannssál i sjúkra- húsinu. í næsta rúmi við hann, lá gamall maður, sem var rnikið veikur. Á hverjum morgni kom nunnan inn til hans og spurði: „Hvernig líður þér í dag?“ „Illa, mjög illa,“ stundi gamli maðurinn. „Ég er svo stór syndari, ég er hræddur við að deyja, hvað á ég að gera. Ó, hvað skyldi verða af mér þegar ég fer héðan?“ Drengurinn hafði heyrt hann segja þetta mörgum sinnum. „Vesalings gamli maður- inn,“ hugsaði hann, „hann á ekkert rúm víst í himninum.“ .,Patrik,“ hrópaði hann eitt sinn til hans. „Ég veit um eitt, sem þú skalt gera. Það er alveg öruggt, ég hef reynt það sjálfur. Það hefur gert mig alveg rólegan." „Segðu mér hvað það er, segðu mér það fljótt,“ sagði gamli maðurinn. „Ó, ef ég vissi bara um eitthvert ráð til þess að ég gæti fundið frið.“ „Hér er það, hlustaðu á Jóhannes 3, 16. Heyrir þú til mín, ég kann það utanað, skil- ur þú þetta, Patrik?" „Já, ég lieyri og skil, Jóhannes 3, 16: „Svo elskaði Guð heiminn....“ Aftur og aftur hafði hann versið yfir, þar til Guð opnaði hugskot lians, og hann skildi ritningarnar, og fyrir kraft þeirra, fann hann frið á síðustu stundu og gekk glaður inn í eilífðina. Ein sál hafði áunnizt fyrir Krist, blessuð af Heilögum Anda. K V I T T U N frá Sunnudagaskólanum Herjólfsgötu 8, Hafnarfirði fyrir veturinn 1965—1966, kr. 1.160,00. Kvittun frá Sunnudaga- skólanum Hátúni 2, Reykjavík fyrir veturinn 1965—1966, kr. 1.621,00. Sunnudagaskólabörnum má segja það, að árið 1965 voru sendar kr. 4.062,75 til fátækra barna í Pakistan. Daniel Jónasson. 20

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.