Barnablaðið - 01.12.1966, Page 21

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 21
Þegar Evert bjargaðist Sveinn var ellefu ára og gekk í skólann. Hann fylgdist með dreng, sem hét Evert. Sveinn var búinn að ganga í sunnudagaskóla síðan hann var sex ára gamall, og nú var hann frelsaður. Hafði verið það í eitt ár. Evert gekk aftur á móti ekki í neinn sunnu- dagaskóla og var ekki frelsaður. Auðvitað reyndi Steinn að vinna félaga sinn fyrir Jesúm, og bauð honum að koaia í sunnudagaskólann, en Evert vildi það ekki. Svo var það að vetrarlagi, að frí var í skól- anum dag einn, og drengirnir urðu á eitt sáttir um að biðja foreldra sína um leyfi til þess að fara út á vatnið og leika sér á skautum. Jú, jú, það var auðsótt. Glaðir lögðu þeir af stað niður að vatninu. Þeim fannst vera kalt í veðri, en strax og þeir voru búnir að spenna á sig skaulana og renna sér svolítið, fundu þeir hitabylgju líða um sig alla. Sveinn fór varlega og hélt sig nærri landi, en aftur renndi Evert sér lengra út á ísinn. En hvað henti þá? Allt í einu heyrði Sveinn að Evert hróp- aði á hjálp því að ísinn hafði brostið undir honum. Evert hafði lent á stað jrar sem ís- inn var örþunnur, aðeins einnar nætur gamall. Nú var um/að gera að flýta sér. Sveinn var óðara kominn til hans og eftir nokkra áreynslu tókst honum að ná félaga sfnum upp úr vaininu. Evert var fremur illa á sig kominn eftir volkið, svo að Sveinn íór undir eins heim :neð honum. Þar var hann klæddur úr blautu fötunum og svo var honum gefinn heitur drykkur. Síðan var hann byrgður niður í rúm til þess að hann jafnaði sig se:n fyrst. Sveinn sat við rúmið Þans og al'.t í einu sagði Evert við hann: — Vilt þú biðja til Jesú fyrir mér, svo að ég frelsist. — Já, það vildi Sveinn sannarlega gera, hann sem svo lengi hafði óskað Jaess. Sveinn tók Nýja testamentið upp úr vasa sínum, hann hafði það ávallt með sér, og las fyrir Evert. Síðan beygði h tnn kné sín við rúrnið og bað, og F.vert bað einr.ig sjálfur. Brátt fann Evert að friður Guðs konr inn í hjarta hans. Hann vissi undir eins að þetta var tákn þess að hann væri frelsaður. Þið getið gert ykkur í liugarlund, að Sveinn hafi verið glaður og hamingjusamur, þegar hann gekk heim til sín síðari hluta dagsins. Hann hafði fengið að vera þátttakandi í tvöfaldri björgun. l-’vrst hafði hann dregið Evert upp úr vök- inni og með því bjargað lífi hans, og síðan hafði hann svo fengið náð til að biðja til Jesú fyrir honum, svo að hann frelsaðist og bjargaðist fyrir himininn. Uppfrá þessum degi tengdust Evert og Sveinn enn sterkari vináttuböndum. Nú voru þeir báðir frels- aðir og gátu beðið til Jesú og lesið Guðs orð saman. — Evert varð einnig eins og Sveinn, iðinn sunnudagaskóladrengur. J. A. 21

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.