Barnablaðið - 01.12.1966, Page 24

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 24
P. M. John: KINZ A Framh. Áin, já hvert lagði hún leið sína eftir að hún hafði runnið gegnum dalinn? Einhvern- tíma ætlaði hann að fara í uppgötvunarferð til að sjá meira af heiminum en hann þekkti nú, en hann ætlaði að bíða þangað til olíu- trén stæðu í blóma, og þá ætlaði hann að fylgja bleiku blómunum þeirra alla leið til hins mikla liafs, sem hann hafði heyrt getið um. Hann sat góða stund undir fíkjutrénu, og sólin fór að hníga til viðar bak við fjöllin. Síðustu geislar hennar sveipuðu umhverfið mildum rökkurbjarma. Ró og friður færðist yfir allt. Þruskið á hveitiökrunum hætti, og kýrnar hættu rneira að segja að jórtra. Það var eins og allt sköpunarverkið héldi niðri í sér andanum um sólsetrið. En þá rankaði drengurinn við sér, hann mundi eftir að það var framorðið, og hann hrað- aði sér hljóðlega upp fjallshlíðina. Nú var komið kvöld, og fjölskyldan safnaðist saman kring um leirskálarnar með kvöldverðinum, í birtunni frá kolaglæðunum og litluni lampa. Kinza var nú vöknuð. Hún var hress eftir svefninn og sat nú ánægð í fangi mömmu sinnar, rjóð og blómleg og svöng, eins og ungi i hreiðri. Hamid liorfði á liana. Ó, hvað honum þótti vænt um hana! Alltaf, alltaf ætlaði hann að vernda hana og sjá um að henni liði vel. Kýrin stóð jórtr- andi úti í gripabyrginu, og gamli hundur- inn með rifna eyrað kom og lagði hausinn í kjöltu Röhmu. Mölflugur og leðurblökur flugu út og inn, og kötturinn kom fram að borðinu til að fá sinn hlut af máltíð fjöl- skyldunnar. Tvisvar var hann rekinn í burtu. En hann var þrár og hafði sitt fram. Það fór svo að maúuinn nægði handa öllum. Vindgustur blés inn um opnar dyrnar og bar með sér ilm af jurtum sem uxu í kössum fyrir utan. Hamid var þreyttur eftir gönguna, sem hafði verið svo erfið fyrir hann. Hann lagðist nú til svefns og dreymdi betlarann. Honum þótti hann vaxa og vaxa og verða hræðilega stór, og hóta því að taka Kinzu frá honum. Þá glað- vaknaði hann. Tunglið var komið upp, en fullorðna fólkið sat ennþá umhverfis útkuln aðar kolaglæðurnar og talaði saman. Það hlaut að vera kvíðafull rödd móður hans, sem hafði vakið hann, þó að þau töluðu sam- an í hálfum hljóðum. Hann gat vel greint andlit þeirra í skæru tunglsskininu. Eatima var illgirnislega ánægjuieg á svipinn, en móð- ir hans föl og angurvær. „Þetta er eina til- boðið sem við munum nokkurntíma fá, og það verður séð fyrir krakkanum ævilangt," sagði Si Mohamed. „Ævilangt!" endurtók móðirin: „Það verður engin ævi. Hún lifir ekki lengi þá, svo lítil og veikbyggð sem hún er. „Það er betra fyrir þann sem blindur er, að deyja en að lifa,“ sagði Fatíma. Móðirin sneri sér að Fatímu esp á svipinn, en hús- bóndinn rétti upp hendina til að stöðva alla þrætu. „Þegið þið! Þetta mál verður ekki rætt frekar. Ég fer :neð krakkann með mér í býtið á þriðja degi hér frá.“ Si Mona- med stóð hátíðlega á fætur, og Fatima iíka, en Zohra sat kyrr og reri frani og aftur. „Elskan mín litla, elskan mín litla,“ tautaði hún hljóðlega fyrir munni sér. Hamid virti hana fyrir sér. Hann þorði hvorki að segja neitt eða fara til hennar, af hræðslu við stjúpa sinn, ^n hann fékk hng- mynd sem kom hjarta hans til að slá hraðar. „Það skal ekki verða,“ sagði hann aftur og aftur við sjálfan sig. „Betlarinn skal ekki fá hana. Það skal aldrei verða.“ Loks sá hann rnóður sína leggjast fyrir sárhrygga, en hann gat ekki sofnað aftur. Hann sá tunglsgeisl- ann færast yfir dyrnar og á vegginn u| pi yfir Kinzu litlu senr lá í draumi. llann sá fyrstu fölu dagsskímuna færast yfir, og heyrði fyrsta hanagalið. Skepnúrnar byrjuðu að hreyfa sig úti í girðingunni, en Hamid lá niðursokkinn í 24

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.