Barnablaðið - 01.12.1966, Side 25

Barnablaðið - 01.12.1966, Side 25
hugsanir sínar. Hvernig sem hann þraut- reyndi, gat hann ekki komizt að neinni nið- urstöðu. Rétt fyrir sólaruppkomu sofnaði hann, og tveim tímum seinna var hann vak- inn með ómjúku sparki stjúpföðurs síns. „Upp með þig, letiormurinn þinn. Þú ættir fyrir löngu að vera farinn út með geiturn- ar.“ Si Mohamed var argur á svip. Hamid hentist á fætur, þvoði hendur og andlit úr vatnsfötu og settist svo niður að eta morgun- verðinn. Meðan hann gleypti í sig brauðbit- ann og sötraði kaffið, leit hann varfærnis- lega til móður sinnar. Hún var föl, og hann tók eftir að dökkir baugar voru undir aug- um liennar. Þrátt fyrir allt var hún samt ekki eins eyðilögð að sjá og hann hafði búizt við. Honum sýndist hún jafnvel hafa ákveð- ið eitthvað sérstakt, fannst hann sjá það í andlitsdráttum hennar. Hún leit á hann snöggvast með einbeittu augnaráði, og hann endurgalt það með sömu festunni. Hún lyfti augnabrúnunum ofurlítið, og hann kinnk- aði kolli lítið eitt. Það var merki um gagn- kvæman skilning þeirra á milli. Við fyrsta tækifæri sem gæfist mundu þau ræðast við. Það þurfti heldur ekki að bíða lengi eftir því. Hamid fór með geiturnar í haga, og yfir gaf þær svo er hann liafði komið þeim á beit fyrir neðan brekkuna hinum megin við þyrnigerðið og þaðan sáust þær ekki. Hann átti í fórum sínum brauðbita frá morgunmatnum og gaf hann félaga sínum fyrir að gæta geitanna fyrir sig um stund. Sjálfur lagðist hann í leyni við þyrnigerðið og var þar á gægjum. Eftir litla stund sá hann hvar móðir hans gekk út í matargeymsluna þar sem kvörnin hennar stóð, og nokkrum mínútum síðar læddist hann inn til hennar. Kinza sat á sín- um vana stað í dyrunum. Nú leið að því að sólin rynni upp yfir fjöllin í austri. Inni í geysmluhúsinu sat móðir hans með kross- lagða fætur og sneri þungri kvörninni, og loftið þar inni angaði allt af möluðum maís. Hamid settist hjá henni og lagði hendina á hand- legg hennar. „Mamma," hvíslaði hann. „F.g heyrði nokkuð í gærkvöldi. Ætlið þið að gefa gamla betlaranum hana Kinzu?“ Móðir- in snéri sér að honum og horfði á hann langa stund eins og hún væri að yfirvega hvað liann væri fær um að gera. Gr.mnur var hann að vísu, og lítill eftir aldri en ötuil og seigur — og það sem mestu máli skipti, honum þótti vænt um Kinzu og mátti ekki af henni sjá. „Maðurinn minn hugsar sér það, en svo mikið get ég sagt, að það skal ekki verða af því. Ég vil ekki láta Kinzu litlu sitja svanga á þessum ógeðslegu borgar- götum. Nei, Hamid. Þú verður að fara eitt- hvað burt með hana. Ef þú aðeins vilt, getur þú bjargað henni.“ „Ég?“ endurtcjk Hamid dálítið undrandi. En samstundis áttaði hann sig, og það var djörfung og festa í augnaráði hans, þegar hann leit á móður sína. Það var ekki frítt við að hann hugsaði sér að þetta hlutverk gæti líka orðið nokkuð skemmtilegt. „Hlustaðu nú á mig,“ sagði móðir Ha- mids, og Jagði hönd sína á kné hans. í skugga- lega geymsluherberginu varð rödd hennar hljómmeiri og greinilegri í eyrum hans, og það var sem hvert orð hennar brenndi sig inn í sál lians. Hann starði stöðugt á liana meðan hún talaði, og hann fann að hann mundi aldrei gleyma frásögn hennar. „Fyrir fjórum árurn síðan,“ sagði hún,“ fórum við faðir þinn á hina miklu pílagríms- liátíð til dýrlingagrafanna hinumegin við fjöllin. Við skildum ykkur börnin eftir hjá föðurömmu ykkar, en Absalom höfðum við með okkur. Ég bar hann á bakinu því hann var aðeins ungbarn þá. Þegar við höfðum séð grafirnar, vildi faðir þinn að við héldum áfram til borgarinnar, sem var í nokkurra mílna fjarlægð til þess að skoða hana og kaupa það sem við þyrftum. Við gengum allan daginn frá sólarupprás til sólarlags. Sólskinið var glóðheitt, og flutningabifre’* arnar, sem fóru með pílagrímana heimleiðis. fóru allan daginn skröltandi framhjá okkui og jusu yfir okkur rvkinu, svo að okkur iá við köfnun. Þegar við höfðum loksins náð áfangastað, hafði ég fengið stórar blöðrur á Framhald á bls. 32. 25

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.