Barnablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 28

Barnablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 28
fyrir mig. Skýringin á því er sú, að það er ekki gott að vera fyrstur allan tím- ann nema maður sé öruggur um sigur. Fyrsti bíllinn klýfur loftið, og minnkar því mótsíöð- una á næsta bíl á eftir. Þegar við svo vorum að koma úr síðustu beygjunni, ætlaði ég að skjótast fram úr keppinaut mínum, en um leið og ég tór með hlið hans, beygði liann snögglega á mig. Bifreið mín kastaðist sam- stundis utan í grindverk og þá fór hjólið af. Ég rann síðan langan spöl á hliðinni og þá sást ekki í mig fyrir neisíaflugi, sem var gífurlegt. Mér tókst svo loks að ná bílnum á hjólin aftur og fór á 200 km. hraða yfir marklínuna. — Þetta hljóta að hafa verið æsileg augna- blik. Fékk tu skýringu á hvers vegna keppi- nautur þinn beygði fvrii þigr — Það var tingöngu ódrengskaparbragð, enda fékk hann fyrir ferðina. Þegar að verð- launaafhendingunni kom, var honum kastað niður af sigurvegarapallinum, og ég var bor- inn inn þangað af mörg hundruð manns og varð að veifa í 15 mínútur til mannfjöldans, sem ætlaði alvega að ganga af göflunum, og hrópði í kór: „Þóroddson, Þóroddsson“. Gazt þú ekki mótmælt þissu ljóta bragði? — Jú, það lögðu allir að mér að gera það, og líklega hefði mér þá verið dæmdur sig- urinn, en ég vildi ekki gera það. Eftir keppnina afhentu forráðamenn hennar mér sömu peningaverðlaun og sigurvegarinn fékk og voru það um kr. 100.000. — Segðu okkur eitt, Sverrir. Nú hefurðu oft áður orðið fyrir óhöppum, t.d. í Hróars- keldu í fyrra, þegar bifreiðinni þinni hvolfdi. Ertu aldrei hræddur? — Þegar svona atvik ber að höndum, er enginn tími til þess að láta skelfingu ná tök- um á sér. Maður einbeitir sér að því að reyna að bjarga sér úr hættunni og ná valdi á bif- reiðinni, þannig að hræðslan kemst ekki að. — En á eftir? — Nei, ég hef ekki fundið til beinnar hræðslu. Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir hættunni, sem þessari íþrótt fylgir og reyni að vera varkár. — Ertu trúaður? — Auðvitað trúi ég á Guð. . . . — Biður þú áður en þú byrjar keppni? — Síðustu mínúturnar áður en ég er ræst- ur af stað, fer ég alltaf með Faðirvorið. — Heldurðu að þér mundi líða illa, ef þú gleymdir því? — Það hef ég ekki hugmynd um, ég hef aldrei gleymt því hingað til. Með þessum orðum lauk blaðaviðíalinu. Hvað segið þið nú, ungu lesendur? Haldið þið ekki, að það geri alltaf gæfumuninn hjá Sverri, að hann biður alltaf til Guðs, fyrir liverja keppni? Þetta skuluð þið gera. Byrjið aldrei á neinu verki, sem nokkru varðar, nema að biðja til Guðs áður. Einkunnar-orðin Þegar „Temple Hall“ í London var byggt, ákvað byggingarmeistarinn að fögur stunda- klukka skyldi sett upp í bygginguna. Á klukk- una átti svo að Ietra sérstök einkunnarorð. l.ftir að klukkan var að öðru leyti fullgerð, biðu þeir, sem áttu að setja klukkuna upp, aðeins eftir því að fá að vita, hvaða einkunn- ar-orð skyldi setja á klukkuna. En einkunnar- orðin komu ekki. Loks gekk einn af verkamönnunum til byggingarmeistarans og bað hann að láta þá fá einkunnar-orðin á meistaraverkið. Bygg- ingarmeistaranum fannst verkamaðurinn vera að hlutast til um það, er kæmi lionum ekkert við, svo að hann svaraði honum af- undinn: „Ræktu starf þitt.“ Verkamaðurinn sneri urn hæl til baka, og trúði einfaldlega að þetta væru einkunnar- orðin, sem ætti að setja á klukkuna. Og þeir gengu þegar til verks og settu þetta letur á sinn stað: „Ræktu starf þitt.“ Eftir að orð þessi voru komin á klukkuna, vildi enginn taka þau þaðan aftur. Þau standa því þar enn og minna hvern mann, er þarna kemur inn, á þetta sama: Rccktu starf þitt. 28

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.