Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 32

Barnablaðið - 01.12.1966, Síða 32
K I N Z A Framliald af bls. 25. fæturna og Absalom grét og hafði hita. Augnalok hans voru bólgin og lokuðu fyrir augun svo að hann gat ekki séð. Borgin var skemmtileg og það voru vatnsleiðslur með rennandi vatni hingað og þangað á götunum. Ég haðaði augun hans úr tæra kalda vatn- inu. Við sváfum úti í garði gistihússins, og ég var endurnærð þegar ég vaknaði um morg- uninn. En augu drengsins míns voru enn lokuð af bólgunni eftir rykið og hitann daginn áður. Faðir þinn fór til sölutorgsins, en ég varð eftir með litla drenginn minn, skyggði fyrir augu hans og rak burt flugurn- ar, sem allt var fullt af þar í garðinum því að þar stóðu margir asnar bundnir. Meðan ég sat þarna, kom til mín kona, sem átti heima þar í borginni og við fórum að tala saman. Þá tók hún eftir Absalom. — „Er litla barnið veikt?“ spurði hún. „Já“, svaraði ég, og sýndi henni hvernig liann var í franran. „Komdu með mér,“ sagði hún og stóð á fætur. „Ég skal vísa þér veg til trúboðs- konunnar. Hún mun gefa þér lyf handa hon- um svo að honum batni. Hún læknaði litla drenginn minn þegar þyrnibroddar höfðu stungizt upp í augun á honum.“ En ég sat kyrr. „Ég á enga peninga,“ sagði ég. „Það gerir ekkert til,“ sagði hún, „því að trúboðinn er lreilög kona, og hjálpar bara af því að luin elskar dýrðlinginn sinn. Það er góður dýrðlingur, sem tekur að sér fátækl- inga.“ „En þessir útlendingar eru ríkir og búa í stórum húsum,“ sagði ég. „Hún \ill víst ekki taka á móti mér.“ „Þessi írúboðs- kona býr í húsi eins og okkar er, og flestir sem koma til hennar að fá hjálp eru fátækir. Hún rekur engan út. Hún tekur á móti öll- um í nafni dýrðlingsins síns, skal ég segja þér.“ Þó að ég væri nú smeik, þá fór ég með henni, því að mér var svo umhugað um að fá eitthvað við augunum drengsins. Við kom- um inn í þrönga hliðargötu, og að húsi með opnurn dyrum. Nokkuð af fólki var að fara út þaðan. Það voru fátækar konur eins og ég, og þær báru börn á bakinu. Sumar höfðu lyfjaglös með sér, og engin þeirra var hræðslu- leg að sjá. Við komum á hentugum tínra, því að fáir voru eftir í herberginu, og hefð- um við komið seinna hefðum við kannski ekki lritt hana lreima. Hún var hávaxin nreð ljóst hár og ljósleit augu. Ég hef aldrei séð neina manneskju líka henni. Hún talaði svo vingjarnlega við alla, og tók litlu börnin í fangið eins og hún elskaði þau. Meðan ég horfði kring um mig, hvarf mér allur ótíi, og þegar hitt fólkið var farið, gekk ég íil hennar með Absalom. Hún bauð mér sæíi á dínu, og við settumst. Svo tók hún Absalom í kjöltu sína og skoðaði augun í honum. Hún var svo mjúkhent að liann fór ekki að gráta. Svo spurði hún mig um hitt og þetta, og gaf mér bæði lyf við hitanum í honum, og smyrsli að bera í augun hans. Þegar hún var að sækja lyfin, virti ég fyrir mér mynd sem liékk á einum veggnum. Þessi mynd var af vingjarnlegum manni með lítið barn í fang- inu, en barnahópur stóð í kring þétt upp að honum osí horfði á hann. Þegar hún kom aftur, spurði ég hana hver maðurinn væri, og hún svaraði að hann héti Jesús. Guð hefði sent liann til jarðarinnar til að vísa mönn- unum veginn til himins. Hún sagði margt um þennan Jesúm, að hann hefði læknað sjúka, gefið blindum sjónina, og að hann e'skaði alla menn, ríka og fátæka, börn og fullorðna, já, ég man ekki allt sem hún sagði, en ég man að hún elskaði þennan mann, sem myndin var af, og vildi líkjast honum. Það var þess vegna sem hún gaf mér lyfin og var svo góð við Absalom." Zohra þagði nú lengi, og hélt svo áfrarn og talaði seint: „Ég held að hún tæki á móti Kinzn vegna dýrðlingsins á myndinni, og þess vegna verður þú að hjálpa mér að koma Kinzu til hennar. Og þú verður að leggja af stað strax í kvöld meðan fullt tunglið skín, og halda áfram alla nóttina. En á morg- un verðurðu að fara varlega meðan bjart er. því að Si Mohamed fer sjálfsagt að leita að þér. En hann þarf ekki að vita neitt um burtför þína fyrr en annað kvöld. Ég læt Röhmu fara með geiturnar áður en hann 32

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.