Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 39
sína. í vasanum liafði hann pappírsblað og blýant og nú fór hann að reyna í myrkrinu að skrifa kveðjn til hennar. Hann skrifaði að hún mætti ekki syrgja sig, heldur vera glöð af því að þessi neyð sem hann lenti í, hefði leitt hann á fund hins blessaða frelsara sem elskaði lrann og lagt hafði lífið í.sölurnar fyrir hann. Hann fór að hlakka til að fá bráðlega að sjá Jesúm og dvelja hjá honum. Hann reyndi svo að skrifa heimilisfang sitt, og bað þá sem kynnn að íinna lík sitt að senda það til móður sinnar. Þegar Charles reyndi aftur að skríða af stað varð snærissnúra fyrir honum. Hann fylgdi henni nú eftir, og leið þá ekki á löngu unz hann fann ferskan loftstraum leika um sig, og eftir andartak sá hann dagsbirtu fram- undan sér. Nokkur augnablik enn, og hann var kominn út úr hinum ægilegu myrkra- hellum út í skínandi hádegissólskinið! F.n um fjögurleytið daginn áður hafði hann stigið inn í hellinn. — Hann leit ekki vel út þegar leitarmennirnir fundu hann. Blár og blóðugur, rifinn og tættur og útataður af óhreinindum lá 'hann á jörðinni, en við hjúkrun og aðhlynningu hresstist hann fljót- lega og varð alveg jafngóður. En að einu leyti varð hann aldrei samur og áður, því' hin andlega breyting sem á honum varð, gjörði hann að nýjum og betri dreng. S. H. þýddi. VERIÐ ÓHRÆDDIR Og engillinn sagði við þá: Verið óhrœddir,, þvi sjá, ég boða yðnr mikinn fögnuð, sem veit- ast mun öllum lýðnum; þvi að yður er í dag frelsari fœddur, sem er Kristur Drottinn, i borg Daviðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi i jötu. Og i sömu svipan var með englinum fjöldi himneska hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði i upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Þarna kemur ljóshærði drengurinn aftur eftir gangstéttinni, sem hjálpaði gömlu kon- unni yfir götuna í gær, og ég horfði á út um gluggann. Það var svo óvanalegt að sjá dreng á lians reki, leggja frá sér innkaupapokann og bjóða gamalli konu, sem hann sjálfsagt þekkti ekkert áður, hjálp sína á þennan hátt. Og eins og hann líka gerði það með mikilli nærfærni. Ég sé það enn fyrir mér, hvernig gamla konan horfði á eftir drengnum aftur yfir götuna, eftir að hann var búinn að hjálpa henni yfir. Hún hefur líklega verið eins óvön að finna svona nærgætni og ég að horfa á hana. Og nú gengur hann þarna aftur eftir gang- stéttinni. Hann er jafn hreinlega klæddur og vel greiddur eins og hann var í gær. Tveir drengir ganga við hlið hans. Þeir eru annað kastið að ærslast eitthvað við hann, en það hjaðnar allt hjá þeim óðar en þeir byrja á einhverju. Og þegar ég virði þá betur fyrir mér, sé ég, að vinur minn frá í gær, hefur þessi róandi áhrif á félaga sína. Nú má ég ekki vera að því að horfa lengur á drengina, því að einhver kallar á mig, svo að ég stend upp og geng frá glugganum með þessa hugsun: Hver ætli hann sé þessi ljós- hærði, prúði, litli drengur, sem vekur svona dæmalaust góðan þokka? A. E. 39

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.