Barnablaðið - 01.12.1966, Page 42

Barnablaðið - 01.12.1966, Page 42
 Élii ' 1 j fc- i .A;W. Jjfl k Slysið í Aberfan öllum er í fersku minni það sorplega slys í Englandi, þegar á annað hundr- ■RLjjgk -ivm* æF wkr að börn, auk margra annarra, fórust undir ííjall-skriðunni miklu, er féll yfir barnaskólann í Aberfan. I»etta íjerðist föstudaginn 21. október síðast- liðinn. Samúðarkveðjur voru sendar víðs- .-MpHr'i ljv ■ \m vetfar frá í heiminum. Konungar, for- setar ofj aðrir þjóðhöfðing;jar keppt- ust við að votta samúð sína, sem eðlilegt var. Á meðfylpjandi mynd sjást tvö . börn beypja höfuð sín í bæn fyrir ástvinum hinna látnu barna, or: minn- ast þau um leið í hljóðri lotning;u hinna mörgu jafnaldra sinna og; skólafélaga, sem voru burtkallaðir svo sviplega. ðlyndin er tekin við minninffarat höfn, er fyrsta barnið var borið til grafar, en það var barn eins kenn- arans. Ef til vill snerti þessi augjljósa samúð biðjandi barna syrg:jendurna einna dýpst. Tvö kornöx Bóndi gekk út á akurinn og leiddi son sinn við hlið sér. Sum komöxin stóðu þráðbein upp í loftið, alveg eins og þeim væri borgað fyrir það, að teygja sig sem hæst. Önnur voru aftur á móti beygð mót jörðinni, og fór lítið fyrir þeim. Drengurinn, sem gekk við hlið föð- urins, veitti þessu athygli. Eftir nokkra stund, segir hann við pabba sinn: ,.Pabbi, mér finnst þau miklu fallegri kornöxin, sem standa svona þráðbein upp í loftið. En hin, þessi sem beygja sig niður, mér þykja þau miklu Ijótari. Það er alveg eins og þau hengi höfuöið niður.“ — Faðirinn svar- aði syni sinum engu — um hríð. En hann beygði sig niður og sleit upp tvö kornöx, annaö sem var teinrétt og hitt sem hafði beygt sig niður. Svo sagði hann við son sinn: , „Hér vil ég lofa þér að sjá axið, sem hengdi niður höfuðið, eins og þú orðaðir það. Sjáðu, það er fullþroskað af korni. En í þessu hérna, sem stóð teinbeint upp í loftið, og sem þér sýndist svo fallegt, í því er ekkert korn, ekkert verðmæti." Drengurinn horfði undrandi á bæði kornöxin. „Þetta hérna, getur kennt okkur nokkra lexíu“, sagði faðirinn. Það verömesta í lífinu finnst ekki alltaf hjá þeim, sem hreykir höfði sínu með stollti beint upp. Hins vegar leynist þaö oft á bak við auðmjúka og hógværa framkomu. 42

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.