Barnablaðið - 01.09.1975, Page 3
MYNDIN
HENNAR
I upphafi skólaársins, sagði yfirkennarinn
eitthvað undarlegt. Þau sex ár, sem Erna var
búin að vera í skólanum hafði hún aldrei hevrt
annað eins, að minnsta kosti ekki fvrsta skóla-
daginn. Aður var f>að þannig, að kennslukon-
urnar og yfirkennararnir höfðu boðið börnin
velkomin, talað um hve hressandi yrði að fara
í Irí og vonazt eftir góðu samstarfi á komandi
skólaári. Náttúrlega hafði Löving yfirkennari
talað á þessa leið einnig nú, en ekki var það
samt eins og áður. ()g svo það síðasta sem hann
sagði:
— I.itt er það sem ég legg áherzlu á, að þessi
sjöundi bekkur gerí. En það er að revkja alls
ekki. Hversu niargir vkkar revkja, veit ég ekki,
og ég mun ekki heldur rannsaka það mál neitt.
En ég veit að það eru margir. Hér í skólanunt
verða reykingar ekki Ieyfðar. Nú vitið þið þetta.
Það sem þið hafizt að í heimilum ykkar, taka
foreldrarnir vara á. En segið frá því heima, sem
ég hef sagt í dag. Þegar þið verðið tuttugu ára
gömul, munuð þið sjálf ákveða, hvað þið gerið.
Leggið ykkur nú þetta á hjörtu.
Oll börnin sátu hljóð. Sum horfðu niður á
skólaborðið. Þannig gerði líka Elna. Hún leit
aldrei upp. Henni fannst, að yfirkennarinn hefði
beint orðum sínum til hennar einnar. Það var
sem sé þannig, þó að það virðist ótrúlegt, að
hún var orðin keðjureykingastúlka. Hún fékk
þrjár krónur hjá pabba á hverri viku, í vasapen-
inga, og það fór allt saman í reykingar. Þess
utan hafði hún unnið sér inn dálitla peninga
Henry Pantzar:
stundum, og einnig þeir peningar fóru í vind-
Iingana. Þegar hún stillti sér upp til að syngja
með í lokasálminum: ,,Ö11 mín orð og hugsan-
ir“, fannst henni hún varla geta staðið á fót-
unum.
— Hugsa sér, ef hún væri þegar orðin þræll
revkinganna? Eiturlyfjaneytandi!
— Nei, það verður þú nú aldrei af venjuleg-
um reykíngum, hvíslaði rödd í hjarta hennar.
Milljónir manna revkja mikið meira en þú.
Henni var þungt innanbrjósts, þegar hún
fvlgdist með í söngnum. Það var því líkast, sem
orð sálmsins beindust að henni einni, fannst
henni. Hún fór einsömul út úr skólastofunni,
yfir ganginn og niður stigann, út á skólalóðina.
Gekk síðan götuna áfram, mjög hægt, án þess
að hugsa um hvert leiðin lá, en í djúpum hug-
leiðingum.
— Tóbak, sígarettur, reykingar, eiturlyf,
eiturlvfjaneyzla, sjúkdómar.
Án samhengis liðu orðin í gegnum huga
hennar. Hún átti erfitt með að hugsa skýrt og
greinilega. En smátt og smátt glæddist hugsun-
in og hún minntist, hvernig hún hafði byrjað
að reykja. En hvernig hún átti að fara að því
að hætta, það vissi hún ekki. Eitt var öruggt:
Hún þráði að hætta að reykja sígarettur. Orð
yfirkennarans brenndu hana. Hún var hrædd.
Hún gekk ósjálfrátt heimleiðis, án þess að
hugsa um það. Allt í einu var hún komin heim.
Hægt og í þungum þönkum gekk hún upp á
3