Barnablaðið - 01.09.1975, Side 4

Barnablaðið - 01.09.1975, Side 4
herbergið sitt. Hún vildi ekki hitta mömmu, sem var í eldhúsinu. Elna var í æstu skapi. Hún vildi hætta að reykja, en vildi það þó ekki. Hún þráði hjálp og stoð, en vildi samt ekki segja neinum frá erf- iðleikum sínum. Þar sem hún lá á legubekknum, numu augu hennar staðar við mynd á veggnum, mynd, sem amma hennar hafði gefið henni síð- astliðið sumar, þegar hún var í sumarfríi og heimsótti ömmu. Mörgum sinnum hafði hún lesið orðin, en þau höfðu alltaf verið þýðingar- KENN SJALFUM ÞÉR Kenn sjálfum þér að íhuga þínar eigin kring- umstæður og orð Guðs, sem tvö lóð sitt á hvorri vogarskál. Starf Andans í lífi þínu geng- ur út á að flytja þungamiðjuna, svo að skálin með orði Guðs verði þyngri og nái ao síðustu alveg niður. Þá lyftast þínar ytri kringumstæður og orðið ber þær uppi, sem er hin næðsti sannleikur lífs þíns. Ert þú friðvana? Orðið segir, að þú hafir Guðs frið. Ert þú veikur? Orðið segir, að Jesús hafi tekið alla sjúkdóma þína upp á krossinn. Ert þú einmana? Orðið segir, að þú sért fæddur inn í nýtt sam- félag. Orðið er sannleikurinn um líf þitt. Vegna þess, að nú lifir þú, e nekki bara þú, heldur lifir Kristur í þér. Þegar orðið hefur fengið þessa þyngd í lífi þínu, hefur þú fest rætur þínar í ósýnilegum veruleika, sem stöðuglega gefur þér líf. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ laus fyrir hana. En núna? Þau blikuðu á ein- hvern óskiljanlegan hátt, eins og væru þau lífi gædd. — Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo að þér vegni vel, og þú verðir langlífur í land- inu. Allt, sem talað er um í þessu boðorði, leið fyrir innri sjónir hennar. Og á einu augabragði varð henni ljóst, hvað henni bar að gera. Síga- retturnar, sem lágu grafnar lengst niðri í komm- óðuskúffu voru tíndar fram ag fleygt í sorp- tunnuna. Tennurnar voru burstaðar af meiri nákvæmni en nokkru sinni áður. Hún burstaði einnig hendurnar á sér mjög vandlega. Fötin voru hengd út til að viðrast, og herbergið var gert hreint betur en nokkru sinni áður. Engin sígarettulykt skyldi eða mætti nokkurntíma framar minna Elnu á fyrirlitlegu reykingarnar. — Guð blessi þig, stúlkan mín, sagði mamma, þegar Elna sagði henni upp alla söguna. Ég hef beðið eftir þessari stund í allt sumar. Að svona mundi fara, hafði ég einhvern veginn á tilfinn- ingunni. Pabbi tók Elnu í faðm sinn og þrýsti henni að sér, svo að brast í handleggjunum á henni. Á þann hátt lét hann í Ijós gL'ði sína. Elna var alls ekki óttaslegin að mæta félögum sínum, er hún hafði tekið þessa ákvörðun. Og hún varð heldúr ekki fyrir neinum óþægindum í sam- bandi við ákvörðun sína um að hætta að reykja. Þvert á móti getum við sagt það, að félagarnir virtu hana fyrir þennan ásetning. Og hún varð ýmsum til fyrirmyndar fyrir æði marga. Bekk- urinn varð betri. Hvað Elnu sjálfa áhrærði, þá varð þetta sjöunda skólaár henni ákafjega lær- dómsríkt, og sem hún hafði mikið gagn af. Kannski má bæta því við, að Elna hefur al- drei reykt síðan þetta henti. Orð yfirkennar- ans, þennan eftirminnilega skóladag, þegar hún var að hefja nám í sjöunda bel^k, gleymdust henni aldrei. Hvað Elnu áhrærði, þá varð líf hennar fyllt af öðrum ætlunarverkum, en reyk- ingum og tóbaki, ætlunarverkum, sem gáfu líf- inu gildi um alla framtíð. 4

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.