Barnablaðið - 01.09.1975, Side 9
urðartilfinningu: „Ég ætla að gefa honum marg-
litan kyrtil,“ hugsaði pabbi hans. Litirnir skyldu
vera hinir allra fegurstu, sem hægt væri að
finna á einni flík.
Þegar nokkrir dagar höfðu liðið, kallaði Jak-
ob á son sinn og mælti:
„Jósef, elsku drengurinn minn, þú hefur al-
drei hryggt mig, alltaf verið hlýðinn og eftir-
látur við mig. Þú hefur alltaf komið á bæna-
staðinn með mér. Það er meira en ég get sagt
um aðra syni mína. Hérna er ég með litla gjöf
til þín. Mér fannst Guð hvísla þessu að mér,
þegar við stóðum tveir einir við bæna-altarið í
fyrri viku, og þú spurðir mig eftir hvað blóð
lambsins þyddi á altarinu. Sonur minn. Guð
tekur eftir því, hvernig við hugsum, hvernig
við tölum, og hvernig við breytum.“
Um leið rétti faðir hans honum fallega kyrtil-
inn. Jósef hafði aldrei á ævi sinni séð jafn fal-
legan kyrtil.
Hann horfði ýmist á kyrtilinn eða pabba
sinn. Síðan segir hann og röddin titraði svo-
lítið:
„Þakka þér fyrir gjöfina, elsku pabbi minn.“
Síðan spennti hann greipar og leit upp til him-
ins, þar sem Guð býr og sagði:
„Góði Guð, ég þakka þér fyrir þennan und-
urfagra kyrtil og að þú hefur gefið mér góðan
pabba.“
(1. Mós. 37, 3). A.E.
fórum inn, og Tryggur með; en þegar við báð-
um húsbændurna að taka hann af okkur, — því
í varpinu mætti hann ekki vera, — fór hann út,
og er ekki um það hugsað; en þegar við ætl-
uðum á stað aftur, fannst hvolpurinn hvergi ■—
þó hans væri víða leitað — þar til við komum
að bátnum, þá sjáum við að hann er kominn aft-
ur í skut og kúrir þar. Við köllum því í hann og
gegnir hann því ekki en liggur sem dauður væri.
Nú var hann tekinn og lokaður inni þar til við
vorum komnir úr augsýn; en eftir þetta hafði
hann það fyrir vana, þegar hann var uppi og sá
bát koma úr eyjunni, að hann var ætíð kominn
er báturinn lenti, þó langt væri frá því er hann
átti heima; hann var þá ekki látin vera lengur en
þörf þótti og ekki fluttur fyrr en fugl var farinn
að setjast. En vorið 1907 bar svo til um miðjan
varptímann að við bræður vorum á landi að laga
tóftir er reka átti inn í til fráfærna, og er leið að
hádegi kemur drengur einn að leita kinda, og er
Tryggur með honum, en þegar hann sér okkur,
þá var hann ekki lengi að hendast til okkar, og
fékk drengurinn hann ómögulega með sér. Við
vorum nú í vandræðum með hann, því að við
þurftum heim um kvöldið, en ekki mátti hann
vera með; við hugsuðum nú, að hann mundi
fara til bæjar, er við værum farnir, og létum það
gott heita. Okkur gaf byr heim, og settum við
strax upp segl; en þegar við vorum komnir fáa
faðma undan landi, lítum við aftur, og sáum þá
að Trvggur fylgdi á sundi. Nú var ekki um ann-
að að gera en taka hann upp í bátinn og hafa
hann með heim; leist flestum lakar á, er Trygg-
ur var með; en við lofuðum að flytja hann aftur,
ef við gætum ekki kennt honum að bera tilhlýði-
lega virðingu fyrir æðarfuglinum, en fyr ekki.
En Tryggur var námfús, og tókst það fljótt hvað
æðarfuglinn snerti, en lengi var hann að læra að
elska kríuna; hún var svo vond við hann, og
honum þótti gaman að leika sér með ungana
hennar, en þeir þoldu ekki hans leiki. Samt lagað-
ist þetta líka, og það svo, að hann var aldrei
fluttur héðan aftur vegna fuglanna, og að lokum
passaði enginn betur en hann að ganga úr vegi
fyrir þeim, og bar það oft við, er fugl var að
setjast og við vorum að ganga um eyjuna, að
hann gerði okkur aðvart ef hann sá hjón, að
ganga úr vegi fyrir þeim.
Tryggur fékk nú aldrei að fara á land, nema
þegar hans þurfti þar, og var það helst í leitum
á haustin, en þá var líka oft gaman að glögg-
skyggni hans, og langar okkur að nefna hér eitt
dæmi. Þegar komið er úr leitunum, er féð strax
flutt út í eyjuna; það er rekið ofan í kletta, sem
y