Barnablaðið - 01.09.1975, Side 13
\ SER HEYRA
JESÚS LIFIR
Eins og lesendur Barnablaðsins kannski
muna, hlutu tveir lesendur blaðsins verðlaun
fyrir rétta lausn á getraun. Það voru þau Guðni
Heiðar Guðnason, Kirkjulækjarkoti í Fljóts-
hlíð og Margrét Sigurðardóttir, Hjalteyri. —
Margrét þakkar fyrir verðlaunin með meðfylgj-
andi bréfi: Hún sendir líka litla teikningu.
Margrét segir:
Kæra Barnablað: Ég þakka ykkur kærlega
fyrir bókina: Bláklukkur. Mér þykir bókin
skemmtileg, ég hef gaman af henni. Guð blessi
alla þá, sem við Barnablaðið starfa. Sendi ykk-
ur mynd með. — Með beztu kveðju.
Margrét Sigurðardóttir.
Ath. Bókin sem Margrét fékk í verðlaun, var
fallega árituð. Myndin sem hún sendi er Jesús
lifir. Ritstj.
Sauðárkróki, 3. júlí 1975.
Kæra Barnablað!
Ég ætla að senda þér eftirfarandi frásögu:
MINNISSTÆTT ATVIK
Ég var hjá hesthúsunum og fékk að fara á
bak. Hesturinn var orðinn illur því að þetta
var áttunda ferðin hans. Það voru aðrir krakk-
ar, sem höfðu farið á bak. Ferðin gekk vel að
vegamótunum, en á heimleiðinni fór hesturinn
að ganga greiðar. Þegar við áttum skammt heim
að hesthúsunum datt ég nærri því af baki. Ég
varð logandi hrædd og greip í hinn hestinn, því
að maðurinn sem átti hestinn reið við hliðina
á okkur, en ég gat fljótlega reist mig við.
Seinna sagði ein vinkona mín, að það vit-
lausasta, sem ég hefði gert, væri að grípa í hinn
hestinn. — Bless.
Rósa E. Róarsd.
Svo verðum við að draga nokkra úr syrp-
unni, sem óska eftir bréfasambandi:
Sigurósk R. Aðalsteinsdóttir, Grundarstíg 22,
Flateyri.
Ágústa K. Bragadóttir, Njarðvíkurbraut 13,
Innri-Njarðvík.
Júlía Karlsdóttir, Vallholti 22, Ólafsvík (á aldr-
inum 15—18 ára).
Ingibjörg R. Grétarsdóttir, Syðri-Reykjum,
Biskupstungum, Árnessýslu.
Böðvar F. Sigurðsson, Brúnastöðum, Lýtings-
staðahreppi, Skagafirði (10—12 ára).
Sigríður K. Jónsdóttir, Hólavegi 36, Sauðár-
króki (á aldrinum 11—12 ára).
Helga Jónsdóttir, Hólastíg 6, Bolungarvík, N-
ísafjarðarsýslu (aldur 11—12 ára).
Arnþór Jónsson, Grænuhlíð, Hjaltastaðaþinghá
(aldur 12—14 ára).
Sigríkur Jónsson, Grænuhlíð, Hjaltastaðaþing-
há (aldur 8—11 ára).
13