Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 15

Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 15
GUÐLEG SÝN LÍTILLAR STÚLKU Lítil stúlka veiktist af alvarlegum augnsjúk- dómi. Sjúkdómurinn ágerðist þar til hún missti sjónina á báðum augum og varð alblind. Eftir þetta varð hún rúmliggjandi, enda hafði þá annar sjúkdómur slegið sér að þeim sem fyrir var. Þegar móðir litlu mærinnar var að sinna eldhúsverkum og var frammi við, lét hún dótt- ur sína hafa áhald til þess að slá í þilið fyrir of- an rúmið sitt, þegar hún þurfti á aðstoð móður- innar að halda, sem oft var. Nú var það dag einn, þegar mamma hennar var að sinna búverkum sínum, þá heyrir hún að dóttirin bankar í þilið, og miklu ákafar en venjulega. Móðirin flýtir sér inn til sjúklings- ins. Óðara hún opnar dyrnar að herbergi dótt- ur sinnar, kallar barnið með áhuga miklum: „Mamma, mamma mín, nú hef ég fengið sjónina aftur. Sjáðu mamma, herbergið er fullt af himneskum englum, sem eru komnir að sækja mig og flytja mig heim til himins. Ó, mamma, sérðu ekki litlu systur mína? Hún er þarna líka, með englunum. Sérðu hana ekki? Og sjáðu, þarna er Jesús líka. Hann réttir út hendurnar og breiðir út faðminn. Ó, hve hann, frelsarinn, er yndislegur.“ Og nú var eins og hún vildi flýta sér að segja frá einhverju nýju, sem altók huga hennar, og hóf máls: „Ó, mamma, mamma.“ En hún hafði ekki mátt til að segja meira, því að hún hneig niður á kodd- ann og var örend. Þegar faðir litlu stúlkunnar kom heim frá daglaunavinnu sinni um kvöldið, sagði kona hans við hann: „Nú eigum við orðið tvö börn í himninum. Jesús og englar hans sóttu elsku litlu stúlkuna okkar í dag.“ 15

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.