Barnablaðið - 01.09.1975, Side 18
HÆTTULEGUR
HUÐARVEGUR
Lárus var aðeins níu ára. En honum fannst
sjálfum að hann væri orðinn stóri karlinn. Hann
hafði þegar gengið tvö ár í skóla og kunni vel
að lesa. Undrandi hugsaði hann stundum, hvað
mamma og pabbi treystu honum lítið í þeim
hlutum, sem hann sjálfur var viss um að hann
gæti gert.
Amma hans átti heima langt frá heimili Lár-
usar. Amma hans var heimsins bezta amma.
Hann heimsótti hana eins oft og hann gat. Pað
tók Lárus einn tíma og rúmlega það að ganga
til ömmu sinnar. En það var til hliðarvegur, erl
foreldrar hans höfðu bannað honum að fara
hann.
Það var nú ekki svo undarlegt, því að hann
lá yfir mýrarfen. Lárus þekkti þessa leið ekki
eins vel og hann hélt.
Einn dag fóru foreldrar Lárusar að heim-
an, en hann vildi ekki fara með þeim. Hann
ætlaði að heimsækja ömmu sína. Og nú hafði
hann hug á að styíta sér leið.- Enginn mundi
AÐ LÍKJAST KRISTI
Á að reyna að læra að líkjast honum,
sem lifði til að vitna um æðsta sannleíkann.
Bera kærleiksgeisla að brostnum vonum,
bæta úr hvers manns þörfum, það ávallt gjörði hann.
Reyna að tendra ljósin um langar, dimmar nætur,
svo lýsa vel þau megi á brautu sérhvers manns.
Og þegar það er einhver á götunni, sem grætur,
þá grætur sjálfur Jesús. — Hver þerrar tárin hans?
Guðrún GuBmundsdóttir.
geta hindrað hann. Svo gæti hann sagt pabba
og mömmu hversu létt það væri að fara þessa
leið, ef það væri nógu hugaður drengur, sem
legði af stað. Það er nú freistandi að fara
þessa leið, þegar það getur stytt tímann um
helming, hafði hann heyrt pabba sinn og aðra
segja.
Hugsa sér, aðeins hálftími að komast til
ömmu. Lárus gekk ákveðið en hægt, þegar
hann kom að mýrarfeninu. Hann stökk þúfu
af þúfu, því hann vildi ekki koma blautur til
ömmu. Klukkan var nærri fjögur, þegar hann
lagði af stað. Hann hafði lesið skólabækurnar
áður, því að hann vildi fyrir alla muni geta
svarað, þegar hann yrði spurður í skólanum.
Fyrst gekk allt vel. Hann sá hvernig vatnið
skvettist milli þúfnanna. Hann hafði heyrt, að
það væri hægt að sökkva alveg upp að mitti.
Og ef illa færi gat maður alveg horfið. Það var
svolítið erfitt að fara hægt. Honum fannst hann
vera orðinn alveg öruggur og fór því hraðar.
Nú gekk það ágætlega. Bráðum var hann hjá
ömmu að borða pönnukökur, hugsaði hann.
Nú gætti hann sín ekki eins og skyldi. Hann
stökk þúfu af þúfu, en aðeins nokkrar sekúnd-
ur.
Allt í einu fann hann hvernig ein þúfan lét
undan. Þá missti hann jafnvægið -og sökk nið-
ur í leðjuna. En þegar hann reyndi að fá fót-
festu með hinum fætinum, sökk hann bara
dýpra. Hann náði handfestu á næstu þúfu og
gat haldið sér uppi.
Hann barðist í hálftíma við að ná sér upp,
18