Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 23

Barnablaðið - 01.09.1975, Qupperneq 23
Karl frændi hans sýndi meiri áhuga og ung- frú Ford svolítið meira. En mesta skilninginn fann hann hjá ráðskonunni, Emilíu og Filippusi. Ráðskonan samgladdist honum innilega og spurði margra spurninga. Hún sendi meir að segja stundum kveðju til Afríku. Fyrir Emilíu var allt þetta svo nýtt, sem hún hevrði úr bréf- um þaðan, að hún var full af undrun þegar Pét- ur sagði henni frá innihaldi þeirra. Og Filippus fór venjulega frá vinnu sinni, og þvoði sér vand- lega um hendurnar, til þess að sjá bréfin og fá að heyra eitthvað nýtt frá Afríku. Hann hafði einu sinni verið í hernum og þá verið sendur til Suður Afríku, og hafði séð mismunandi kynflokka. En eigi að síður var þetta fólk hon- um ókunnugr. Því varð hann ekki lítið undrandi, er Pétur einn daginn sagði honum að þessir þeldökku menn væru bræður hans. ,,Nei, ég held nú ekki," svaraði hann. Ekki svo að segja að ég fvr- irlíti þá, en ég hef nú samt aldrei getað hugsað mér að það va’ri nokkur skvldleiki okkar á milli." „Hvað meinar þú með því, Filippus?" ,,Ég á við það,“ svaraði hann, ,,að það hefur ekkert að segja þó að þeir telji sér trú um að þeir séu bræður mínir, þegar þeir eru það samt ekki.'* j,Telja sér trú um?“ endurtók Pétur. „Hvern- ig geta þeir gert það, þegar þeir vita það ekki ennþá.“ „Það er þó enginn sem fer þangað að segja þeim það?“ „Jú,“ svaraði Pétur sigrihrósandi. „Það er einmitt það sem kristniboðarnir gera þegar þeir koma þangað.“ Filippus varð að viðurkenna, að þannig hefði hann aldrei iitið á kristniboðið. En Pétur hélt áfram með útskýringar sínar. „Jú, það er ábvggilegt að kristniboðarnir fara út til þess að segja fólkinu frá Jesú, og að þú sért bróðir þeirra.“ Filippus varð hugsi. Ég held að þeir eigi erfitt með að skilja það.“ sagði hann að iokum. „Ekki alltaf, en það tekur oft langan tíma. Það ætti að vera léttara fyrir þig að skilja það, vegna þess að þú ert fæddur í Englandi, og ferð í kirkju. En samt skilur þú það ekki. Filíppus. En ég skal segja þér það, að þegar þessir menn fara að skilja það, þykir þeim mjög vænt um þig.“ „Já, ég er víst mjög fáfróður í þessu, svo ég ætti víst sízt að vera undrandi vfir vanþekkingu þeirra,“ svaraði Filippus, alvarlega. „En þess vegna er það nauðsynlegt að halda áfram, segir pabbi minn. Og það er þess vegna sem kristniboðarnir erú alltaf að biðja um pen- inga, til þess að geta haldið áfram starfi sínu.“ „Já, ég skil.“ Þegar Pétur var farinn, var Filippus mjög hugsi, það sem eftir var dagsins. Hann brosti ánægjulega með sjálfum sér, þegar hann var búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Hann átti gamlan peningabauk úr tré, sem hann hafði einu sinni keypt í borginni. Nú skrifaði hann jneð sinni eigin óæfðu hönd, miða með stórum stöfum, sem hann límdi á baukinn, áður en hann lét hann upp á hilluna í bílskúrnum. A þessum miða stóð skrifað: „Kristniboðsfélag Rauðskóga tekur þakksamlega á móti peningum til styrktar kristniboðinu í Afríku.“ „Ég ætla að láta eitthvað í hann á hverjum degi,“ sagði hann við Pétur þegar hann kom morguninn eftir. Það er að segja ef ég hef nokk- uð að láta af hendi,“ bætti hann við. „Filippus, þú ert alveg dásamlegur. Ég fann það strax þegar þú burstaðir skóna mína í fyrsta sinn, en þetta nær út yfir öll takmörk.“ Eftir beiðni Péturs komu ráðskonan, Emilía og ungfrú Ford út til að sjá þennan merkilega bauk og þær lofuðu allar að láta peninga í hann, einnig Davíð, þegar hann kom, og Pétur sjálfur, auðvitað. Ungfrú Ford fékk svo mikinn áhuga fyrir Afríku, að hún ákvað að lofa Pétri að skrifa bréfin sín þangað á skriftartíma hans, um óákveðinn tíma. Og þegar hann var að því, allt í einu komið sólarmegin í húsinu. fannst honum að þetta dimma herbergi væri En það var líka annað sem var að búa um sig 23

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.