Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 6
6 BARNABLADIÐ sem við vorum með var allt í senn stærðfræðibók, málfræði- og lestrarbók og margt fleira. Misskilningur Eva Natalja sagði okkur nokkrar skemmtilegar sögur af því hvernig hún var alltaf að misskilja það sem var sagt í skólanum. — Þegar frímínúturnar voru búnar kölluðu kennararnir „FILA!“ Ég skildi ekkert í þessu og gáði allt í kringum mig en sá auðvitað enga fíla. Hvað voru þessir kennarar alltaf að tala um fíla. Smátt og smátt rann upp fyrir mér Ijós: „FILA“ þýðir „röð“ á spænsku. Kennararnir voru ekki að kalla á fíla, heldur segja krökkunum að fara í röð. Þegar ég var búin að vera í skól- anum í nokkrar vikur var ég farin að skilja flest af því sem var sagt. Einu sinni bað kennarinn mig að fara upp á skrifstofu til skólastjór- ans með einhver blöð. Skrifstofa á spænsku er„ secretari" en ég hélt að kennarinn hefði sagt „secretos" en það þýðir„leyndarmál“. Ég hélt að kennarinn hefði verið að biðja mig að fara með blöðin þangað sem leyndarmálin væru geymd. Ég lagði af stað en varð síðan að snúa við til að spyrja kennarann hvar þessi leyndarmálastaður væri. Kennarinn hló og sagði að JORNADAS CULTURAX.ES DEL TEMA: LA PARTICIPACION EDUCATIVA. 8 Y 9 D^OMO -1-989 S h hún myndi aldrei senda mig þang- að sem öll leyndarmálin væru geymd, svo útskýrði hún þetta betur fyrir mér. Eva Natalja var u.þ.b. tvo mán- uði að læra spænsku og eftir árið var hún orðin jafngóð í tungumál- inu og spænsku krakkarnir. Verðlaunin Það var haldin skólahátíð í skól- anum. í tilefni hennar var efnt til smásögukeppni. Allir nemendur skólans voru látnir taka þátt í keppninni. Sagan mín var um næturgala sem kunni ekki að syngja. Ég held að ég hafi aldrei verið eins undrandi og þegar ég frétti að mín saga hafði unnið keppnina. Auk smásögukeppninnar var haldin keppni um það hver gæti hannað skemmtilegasta merkið fyrir skólann. Allir nemendurnir tóku þátt í því. Ég vissi ekki hvað- an á mig stóð veðrið þegar mér var sagt að mín mynd hefði verið valin besta myndin. Hún var sett á blöðrur, barmnælur, límmiða og auglýsingaspjöld, sem notuð voru til að auglýsa skólahátíðina. Merkið mitt var lítill gulur ungi með marga blýjanta bak við sig. Vinkonur Ég eignaðist margar góðar vin- konur í skólanum. Besta vinkona mín hét Ines. Við vorum alltaf saman. Ég sakna hennar svolítið. Við gerðum margt skemmtilegt saman. Við tókum t.d. þátt í leik- listarnámskeiði og þegar skólahá- tíðin var lékum við í leikriti sem var um Rauðhettu og Úlfinn. í skóla á íslandi Ég er núna í Austurbæjarskól- anum í Reykjavík og er í níu ára bekk. Það eru svolítil viðbrigði að byrja í nýjum skóla og ekki er laust við að ég sakni vinanna og kenn- arans í skólanum á Spáni. Viðtal: Elín Jóhannsdóttir Mynd: Guðni Einarsson

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.