Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.06.1989, Blaðsíða 16
16 BARNABLAÐID s 'Ékf Skógarkapellan Ensk heföarfrú ætlaöi að dvelja í þýsku fjallaþorpi í sumarfríinu sínu. Hún kunni ekki mikið í þýsku, en kom þó saman bréfi sem hún sendi skól- astjóranum í þorpinu. í bréfinu baö hún um upplýsingar um eitt og annað, svo sem staösetningu sumarhússins og fleira. Skólastjórinn skildi allt sem konan skrifaði nema eina skammstöfun sem hann botnaöi ekki neitt í. Frúin haföi skrifaö: Eftir því sem ég kemst næst, er væntanlegur dvalar- staöur minn mjög afskekktur. Þér megiö því ekki vera undrandi þó ég gerist svo djörf aö spyrja hvort á staðnum sé nokkuð WC? WC, hugsaöi skólastjórinn. Fyrir hvaö skyldi þaö standa? Þar eö hann gat ekki fundið út merkingu þessarar skammstöfunar, leitaði hann hjálpar vinar síns. Að lokum fundu þeir út að þessi skammsiöfun ætti viö þann fræga staö, Skógarkapelluna, sem laðaði aö sér fjölda ferðamanna. Aö sjálfsögöu hét kapellan á ensku, wood chapel, sem trúlega væri skammstafað WC. Ánægöur með þessi málalok, skrifaöi skólastjórinn frúnni síðan svarbréf: Yöar náö. WC er staðsett um það bil 10 kílómetra frá húsi yöar, mitt í afar fallegum furuskógi. Þar er opið á þriöjudögum og föstudögum milli klukkan fimm og sjö. Þetta kemur sér ef til vill illa fyrir yður, ef þér eruð vön aö heimsækja slíkan staö daglega. En ég get glatt yöur með því, aö marg- ir hafa með sér mat og dvelja á staðn- um daglangt. í WC eru sæti fyrir 80 manns, en jafnframt eru næg stæöi. Ég vil þó ráðleggja frúnni aö mæta snemma, því að þeir sem koma seint geta ekki verið öruggir um aö komast inn. Hljómburðurinn þarna er mjög góöur, svo jafnvel hin veikustu hljóð heyrast mjög vel. Ég vildi svo aö lok- um ráöleggja frúnni að heimsækja umræddan staö á föstudögum því að þá er þarna orgelleikur. P.S. Konan mín og ég höfum ekki haft tækifæri til aö heimsækja þennan stað í þrjá mánuöiog veldurþað okkur að sjálfsögðu miklum kvölum — en því miður — leiðin er svo löng. Sendandi: Maríanna Másdóttir 12 ára, Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, Rang.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.