Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 01.06.1993, Blaðsíða 6
6 BARNABLAÐIÐ Á sumrin eru krakkar duglegir að fara út í alls konar leiki. Hér eru lýsingar á nokkrum vinsæl- um útileikjum. Gaman væri ef lesendur Barna- blaösins gætu sent blaöinu lýsingu á fleiri leikj- um. ' '&L. Körfu-/fötubolti Tvö lið leika hvort á móti öðru. Til leiksins þarf einn bolta, tvo stóla og tvasr fötur. Liðin byrja á pv\ að velja einn úr hvoru liði til að standa uppi á stól með fötu. þessir tveir standa á sinn hvorum enda svaeðisins and- spasnis sínu liði. Markmið liðsinserað koma boltanum ofan ífötuna hjá samherja sínum, en hann má fasra fötuna undir boltann þegar kastað ertil hans. Ef annað liðið skorar körfu fasr hitt liðið boltanri. Ef liðin hitta ekki í föt- una heldur leikurinn áfram. Verpa eggjum Þátttakendur getur verið frá 2-6. Bolta er kastað í vegg og markmiðið er að hoppa yfir boltann áður en hann kemur viðjörðu. Sá sem er fyrir aftan á að grípa boltann eftir að hann snertir jörðu einu sinni. Yfir Tvö lið koma ser fyrir sitt hvorum megin við hús, sem hasgt er að kasta yfir og auðvelt n er að hlaupa í kringum. Um leið og kastað eryfir . pakið er kallað „yfir.” fegar liðinu tekst að grípa boltann áður en hann snertir jörðu hleypur sá sem greip, hringinn í kringum húsið og reynir að skjóta einhvern úr hinu liðinu. Sá sem verður fyrir skoti flyst yfir í hitt liðið. Sá sigrar sem nasrflestum liðsmönnum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.