Barnablaðið - 01.02.1995, Side 6

Barnablaðið - 01.02.1995, Side 6
Framhalds sagan Leyndarmál hellisins eftir Arthur S. Maxwell Formáli Þegar ég lít til baka get ég enn séð í huga mér gamla, skrýtna þorpið á norðvesturströnd Skotlands, þar sem saga þessi gerðist. Ég man þegar ég klifraði niður skipsstiga gufuskipsins frá Glasgow niður í árabátinn sem flutti mig í land. Ég get séð þorpsbúa bíða ákafa og forvitna eftir póstinum -og farþegunum- og á bak við þá stóðu stráþekju hús þeirra í röð á ströndinni. Ég minnist þess þegar ég leit inn í mörg húsin, líka í hús veiðivarðarins, tveggja hæða húsið með tígulsteinunum á þekjunni. Ég minnist þess dýrlega útsýnis sem gat á að líta af fjallatindunum í nágrenninu, ólgandi hafið, eyjarnar með þokuslæðuna og sólsetrið. ✓ A þessum einmanalega stað fæddist leyndarmál hellisins. Megi það verða börnum alls staðar hvatning til að finna gleði í því að hjálpa öðrum og veita þeim huggun og hamingju sem þurfandi eru. Arthur frændi 1. kafli Smyglarar eða njósnarar ? Það var vart um annað talað í þorpinu. Oll önnur umræðuefni hurfu í skugga spurningarinnar: „Hver var í helli McCullums í gærkvöldi'7 Pétur McDonald gamli, gráskeggjaður fjárbóndi, hafði orðið seinn fyrir að koma kindunum sínum í hús. Hann stytti sér leið eftir stórgrýttri fjörunni og gekk þar framhjá munna gamals hellis. Þá hafði honum brugðið illilega. Oft hafði hann séð þennan óreglulega hellis- munna í klettaveggnum. A yngri árum hafði hann kannað flesta af löngu, dimmu og þöglu rang- ölunum, en nú hafði hann sér til mikillar furðu, heyrt hin undarlegustu hljóð berast frá munnanum. Hávær högg, eins og hamri væri slegið í planka í fjarska. Og enn hafði undrun hans aukist, er honum virtist hann heyra kall. Vitanlega hafði hann ekki orðið hræddur - hann, sem var gamall skoskur bóndi! Samt hafði honum skyndilega komið í hug sú gamla saga, að reimt væri í hellinum, og það, sem eftir var leiðarinnar heim, hafði hann gengið nokkru hraðar en hann átti vanda til. Nú var það á allra vörum. Hver hafði verið í hellinum? Eitt var víst, að enginn þorpsbúa kom til greina. Hvað hefði nokkur þeirra átt að vilja í hellinn á þessum tíma? Alls konar tilgátur voru ræddar fram og til baka. Gætu það verið smyglarar? Varla. Þeir mundu ekki velja sér stað svo fjarri þéttbýli, þar sem unnt væri að koma vörum á markað. „Njósnarar"! sagði einhver. En hvað ættu njósnarar að hafa fyrir stafni á þessum fáfarna stað á norðvesturströnd Skotlands ? Þetta kvöld söfn- uðust íbúar Longview í smáhópa -og ræddu atburðinn. 6 Bctmablaðið

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.