Barnablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 19
Einu sinni var... úr gömlum Barnablöðum Biðjið börn / Ur fyrsta Barnablaðinu árið 1938 ð biðja er besta iðja, sagði einu sinni Islend- ingur í kvæði sínu. Það er satt. Ekkert er eins nauðsynlegt og bænin. Ef þú, litla barnið mitt, athugar það sem stendur í Biblíunni, þá sérðu allsstaðar talað um menn og konur , já og einnig börn, sem hafa beðið. Abraham, trú- maðurinn mikli, var líka mikill bænamaður. Vegna þess fékk hann viður- nefnið „vinur Guðs/7. Sonur hans, ísak að nafni, hélt áfram að biðja eins og Drottinn hafði fyrirskipað föður hans. Drottinn hafði sagt um Abraham: því að ég hef útvalið Abraham til þess að hann bjóði börnum sínum eftir sig, að þau varðveiti vegu Drottins (1. Mósebók 18,19) Þú hefur heyrt um Hönnu, sem var móðir spá- mannsins Samúels, einnig hún bað mikið til Drottins og vegna þess varð sonur hennar mikill Guðsmaður og leiðtogi þjóðar sinnar. Jesús sjálfur bað mikið til föður síns, það sjáum við í Guðspjöllunum og þegar hann varð fulltíða maður og kom fram opinberlega, kenndi hann lærisveinum sínum að biðja. Þú kannski spyrð: Hvers vegna eigum við að biðja? Nægir það okkur ekki að borða, sofa, að starfa o.s.frv. Bænin er andlegt samband við Guð og hjálpræði hans fyrir Jesúm Krist. Þú öðlast á þann hátt eðli Guðs og samfélag við son hans Jesúm Krist. Þú þroskast þannig og verður fullkominn eins og andlegur maður. Bænin breytir hinu vonda hjarta mannsins og mýkir hið harða hugarfar hans, Þetta muntu skilja betur á vegi bænarinnar. Byrjaðu nú að biðja, þegar þú ert búin að lesa þessa litlu grein um bænina, þá getur þú líka öðlast gjafir Guðs og frá honum koma aðeins góðar gjafir, því að hann er faðir okkar allra. Herra Jesús, kenn þú okkur að biðja. Ykkar einlægur vinur, Nils Ramselius Bamablaðið 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.