Barnablaðið - 01.02.1995, Side 7

Barnablaðið - 01.02.1995, Side 7
Tveir drengjanna í þorpinu, Oskar og Björn Maclaran voru sérstaklega áhugasamir. Þeir voru synir skógarvarðar, sem bjó í útjaðri þorpsins. Móðir þeirra hafði veikst alvarlega, og faðir þeirra hafði farið með hana á sjúkrahús í Glasgow og hugðist dvelja þar, uns hún næði heilsu á ný. A meðan urðu drengirnir, sem voru fimmtán og þrettán ára, að sjá um sig sjálfir. Auðvitað þótti þeim leitt, að móðir þeirra og faðir höfðu orðið að fara burt, en þeim kom vel saman og nutu frelsisins mjög. Þeir fóru frá einum hópi til annars og hlýddu á allar nýjustu útgáfurnar af sögu Péturs gamla með ákefð, einkum þó alla þá útúrdúra, sem bættust við smátt og smátt. Daginn eftir, þegar þorpsbúar afréðu, að nokkrir hinna kjarkmestu skyldu ganga í hellinn til þess að ráða gátuna í eitt skipti fyrir öll, voru þessir tveir drengir á meðal hinna fyrstu til þess að gefa sig fram. En hinir fullorðnu mennirnir voru því mótfallnir. „Nei, nei", sagði einn. „Setjum sem svo að við rækjumst á njósnara eða smyglara með byssur, og þeir skytu ykkur. Hvað myndu foreldrar ykkar segja, þegar þau koma aftur"? Þrátt fyrir allar mótbárur héldu Oskar og Björn áfram að biðja um að fá að koma með, þangað til hinir féllust á það, ef þeir lofuðu að vera góðan spöl á eftir þeim. A endanum lagði leiðangurinn af stað á björtu sumarkvöldi. Hellirinn var um þrjár mílur frá þorpinu. Munninn vr nokkru ofan við ströndina og uppgangan torveld. Hún var þó auðvelduð af þrepum, sem einhvern tíma höfðu verið höggin í bergið. Til allrar hamingju var fjara, því annars hefði hópurinn orðið að nota bát til þess að komast að hellismunnanum. Eftir að hafa klöngrast upp skörðótt þrepin komust mennirnir sex og drengirnir tveir að munnanum og voru ekki alveg lausir við hjartslátt vegna umhugsunar um hvað í vændum væri. Fleiri Bamablaðið 7

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.