Barnablaðið - 01.02.1995, Side 8
höfðu komið með en þeir
biðu niðri í fjöru. Sumir
kölluðu til drengjanna að
koma til baka, en þeir voru
ákveðnir að láta ekkert
aftra sér, og þar sem faðir
þeirra var fjarverandi, var
enginn sem gat skipað
þeim niður.
Það var kveikt á
vasaljósum og flokkurinn
fikraði sig inn í myrkrið.
Allir voru spenntir, meðan
gangarnir voru kannaðir
gaumgæfilega.
En þrátt fyrir
nákvæma leit fannst ekkert
er benti til mannaferða
nýverið. Einu sinni
stansaði foringinn og
athugaði vegginn. Grjót-
hrúgur voru á gólfinu og
einhver stakk upp á því að
jarðskjálfti væri valdur að
þeim. Hinir létu sér þá
skýringu nægja og rétt er
þeir voru að velta því fyrir
sér hvort þeir ættu að
rannsaka þennan hluta
betur, beindi Oskar athygli
þeirra að undarlegum
merkjum lengra inni. Allir
fóru þangað, en þau
reyndust ekki hafa neina
þýðingu. Afram var haldið
og síðustu göngin athuguð
en síðan fóru mennirnir út
og voru undrandi.
Flestir þorpsbúar
skopuðust nú að Pétri
Macdonald. Sumir sögðu
að hann ætti ekki að koma
heim svona seint. En
fjárbóndinn gamli var viss
í sinni sök eftir sem áður.
Brátt varð sagan um
„dularfullu hljóðin" að
8-----------------------
brandara, og ekki leið á
löngu , þar til allir eða
næstum allir - höfðu
gleymt þeim alveg. En það
var fleira æsandi sem átti
eftir að gerast.
Þessa sömu nótt
hvarf bátur úr lendingunni.
Að vísu hafði verið
allhvasst og bátnum hefði
getað skolað út en skoskir
sjómenn eru ekki vanir að
skilja illa við fleytur sínar,
því þeir þekkja duttlunga
Atlandshafsins. Allir voru
vissir um að bátnum hefði
verið stolið. En af hverjum?
Það vissi enginn.
Þið getið ímyndað
ykkur uppnámið þegar
báturinn fannst á sínum
gamla stað nokkrum
dögum síðar, en með snotra
bót, sem huldi slæmt gat á
kinnungnum.
Tveimur dögum
síðar gerðist enn eitt
stórmerkið. Hestur í eigu
eins þorpsbúa hafði slitið
sig úr tjóðri og fannst
hvergi, eigandanum til
sárrar gremju. Allsherjar
leit var áformuð daginn
eftir. En sjá! Þegar
maðurinn fór í hesthús sitt
að morgni, stóð hesturinn á
stalli. Maðurinn var
mállaus af undrun. Hann
hafði heyrt að hestar gætu
margt en hvernig þeir gætu
opnað hlið og tjóðrað sig
sjálfir var fyrir ofan hans
skilning.
Varla hafði þorps-
búum gefist kostur á að
ræða þennan furðulega
atburð, þegar annað
gerðist, sem vakti athygli
þeirra.
I þorpinu bjuggu
nokkrar fátækar ekkjur
sem nutu aðstoðar sveitar-
félagsins öðru hvoru. Ein
þeirra var allra fátækust
vegna þrálátra veikinda.
Hún hafði notið tölu-
verðrar aðstoðar á liðnum
árum, en var nú hálf-
vanrækt og átti í miklu
basli.
Gerið ykkur í
hugarlund undrun hennar
og gleði, þegar hún
vaknaði morgun einn og
fann við rúmstokk sinn
lítinn kassa af kexi, tvo
brauðhleifa og nokkrar
feitar síldar. Þrátt fyrir
fyrirspurnir um allt þorpið
var enginn, sem tók á sig
nokkra ábyrgð vegna
góðverksins né nokkurn
rétt til þakkarflóðsins, sem
gamla, fátæka ekkjan var
reiðubúinn að steypa yfir
velgjörðarmann sinn.
En hvaðan hafði
þetta góðgæti komið og
hvernig komst það á
þennan stað? Var nokkurt
samband milli „hellis
hávaða'' Péturs, gamla
Macdonalds, viðgerða
bátsins, hestsins heim-
komna og miðnæturgesta
ekkjunnar ?
Ibúarnir í Longview
hugsuðu og töluðu og
hugleiddu og töluðu aftur
og á meðan gekk
atburðarrásin sinn gang.
Framhald í næsta blaði.
— Bamctblaðið