Barnablaðið - 01.02.1995, Síða 9
Svona
gerum við...
\ þetta sælgæti þarft þú ferska ávexti, til
dæmis; Jarðarber, kiví, banana, mandarínubáta,
epla- eða perubita. Þú þarft líka suðusúkkulaði
eða hjúpsúkkulaði, sem þarf að bræða (Það er
gott að fá aðstoð hjá pabba eða mömmu við að
bræða súkkulaðið).
Fyrst hlutar þú ávextina niður í bita og
stingur svo tannstönglum í bitana, þá er svo
auðvelt að dýfa þeim í súkkulaði bráðina. Þegar
þú ert búin að húða bitana skaltu setja þá á
bökunarpappír á meðan súkkulaðið er að
harðna.
Þetta er tilvalið helgarsælgæti og gott
þegar fjölskyldan vill gera eitthvað skemmtilegt
saman.
Ef það eru til afgangar af gosi er
alveg upplagt að hella þeim í
ísmolaform og búa til frostpinna úr
þeim.
Verði ykkur að góðu
Ponsa
Stafarugl
Getur þú fundið út hvað á að standa hérna?
Lausnin er á bls. 15.
AÐÞ ORBGRA GIS ÐA ÝHÐLA
Hvað heldur Guð um þig?
Pétur lá í rúminu sínu og allt í einu segir hann við
mömmu sína: „Mamma, nú heldur Guð að ég sé dáinn.“
„Hvernig stendur á, að þú talar svona,“ svarar mamma
hans. „Guð sér að þú ert alveg bráðlifandi.“
„Nei, mamma mín, hann veit ekkert um mig. Hann hefur
ekkert heyrt frá mér lengi, lengi. Það er komin meira en
vika síðan ég hef beðið til hans,“ svaraði Pétur.
Hvað er orðið langt síðan Guð hefur heyrt frá þér?
Hér eru skilaboð
til þín úr Biblíunni
„Því að þín vegna
býður hann út
englum sínum til
þess að gæta þín á
öllum vegum
þínum"
Þetta stendur í
Davíðssálmi 91,11-
Bamablaðið
9