Barnablaðið - 01.02.1995, Page 18

Barnablaðið - 01.02.1995, Page 18
hví ofsækir þú mig. En hann sagði, Hver ertu herra ? Þá var svarað: Eg er Jesús sem þú ofsækir." Krakkarnir sitja grafkyrr og hlusta. „Hann fékk að heyra í Jesú/' hvíslar Fanney, „hugsið ykkur bara, hann fékk að heyra í Jesú." Krakkarnir horfa hvert á annað og verða hátíðleg á svipinn, pabbi kinkar kolli: „Þetta varð til þess að Sál trúði því að Jesús væri Messías, frelsarinn sem hann hafði beðið eftir, en nú ætla ég að geyma afganginn af sögunni þangað til seinna." Pabbi stendur á fætur og er greinilega að meina það sem hann segir um að geyma afganginn af sögunni. En Kata ætlar ekki að láta hann sleppa svona vel: „Æ nei ekki hætta, segðu okkur hvað gerðist svo - gerðu það." Og Stebbi er alveg sammála systur sinni: „Já gerðu það?" En pabbi hlær bara og segir; „Þið fáið að heyra meira næst, því við getum lært margt af þessari sögu." "Lært, ha"? Kata er hissa: „hvað getum við lært af sögunni um Sál?" Fanney er hinsvegar með á nótunum enda er hún alveg að verða tólf ára og farin að læra útlensku í skólanum. „Hva, veistu það ekki, við getum lært að Guð svarar bænum," segir hún og er svolítið montin. „Já það," segir Kata, „hann hefur aldeilis svarað bænum lærisveinanna í Damaskus". „Já," segir Pabbi, "Guð svaraði bænum þeirra alveg eins og hann gerir enn í dag", hann knúsar biblíuspæjarana sína svolítið. Þegar þau hafa hlegið og ærslast um stund segir pabbi: „Það er svo gott að vita að Guð hlustar á allar bænir okkar og svarar þeim svo eins og okkur er fyrir bestu. En nú skulum við biðja saman áður en þið farið að leika ykkur." „Jahá", hrópar Stebbi: „við skulum biðja". Og áður en Biblíuspæjararnir gera nokkuð annað þá setjast þau öll niður, spenna greipar og tala við Guð. Framhald í næsta blaði. Myndagáta Pétur var nýfluttur í bæinn og ætlaði að hitta vini sína Sigga og Gunna, en hann vissi ekki hvar þeir ættu heima svo hann hringdi í þá og fékk þessar leiðbeiningar: Siggi sagðist eiga heima í húsi sem ekki væri með loftnetsstöng og væri meira en tvær hæðir, ekki með gosbrunn og grenitrjám í garðinum. Gunni sagðist eiga heima í húsi sem væri: ein hæð, með tveim gluggum, í garðinum væri fáni og runnagirðing. Gangi þér vel að finna húsin, Guðbjartur Lausnin er á bls. 15 Bamablaðið 18

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.