Barnablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 22

Barnablaðið - 01.02.1995, Qupperneq 22
Ur ruslatunnunni Það er hægt að föndra margt skemmtilegt úr hlutum sem oftast fara beint í ruslatunnuna. Næst býrð þú til glugga og hurðir á fernuna þína, ef þig langar til að geta opnað og lokað hurðum og gluggum þá verður þú að sleppa að klippa eina hliðina, svona: ------- Svona getur þu buið til hús úr drykkjarfernum: Þú finnur þér stóra eða litla drykkjarfernu, þværð hana og lætur hana þorna vel, til dæmis á hvolfi á ofninum. Síðan getur þú byrjað á húsinu. Fyrst þarftu að ákveða hvort þú vilt búa til hús úr fernu sem liggur eða stendur. Síðan getur þú búið til þak á húsið þitt eins og myndin sýnir: *■ Síðan getur þú málað húsið þitt eða límt utan á það efni eða gjafapappír. Ef þú vilt gera húsið enn fallegra er hægt að skera toppinn af fernunni og búa til þak úr bylgjupappa eða kartoni. Þú getur búið til sveitabæ, blokkir, einbýlishús eða hvað sem þig langar til. Svona er hægt að búa til körfu úr drykkjarfernu: Klipptu körfuna út eins og myndin sýnir og heftaðu haldið saman. Síðan getur þú skreytt körfuna að vild, málað hana eða límt utan á hana efni eða pappír. 22 Bamablaðið

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.