Barnablaðið - 01.12.1996, Page 10
VIÐTAL
*
Vstjörn
Á Ástjörn hitti ég ungan mann sem
heitir Guðjón Ingi Sævarsson og hann er
frá Fáskrúðsfirði. Hann hafði frá ýmsu
að segja og þið getið lesið það hér á eftir.
Eg vona að lesendur Barnablaðsins eigi
eftir að heyra meira frá Guðjóni Inga
síðar.
Ég er 11 ára en verð 12 í september,
pabbi vinnur í sandblæstri en mamma í
sundlauginni og stundum á pósthúsinu,
hún er í frjálsri vinnu. Ég fer í kirkju á
Fáskrúðsfirði, en ég fer ekki mjög oft, ég
er mikið heima að lesa og fræðast.
Presturinn prédikar og lætur okkur syngja
og segir okkur frá Jesú. Presturinn er frá
Frakklandi og hefur gaman af því að
veiða. Ég fer oft að veiða og svo spila ég
líka á gítar. Ég var fréttaritari heima hjá
mér og var bara að gera grín að
fréttariturum eða mest að senda út ljóðin
mín. Ég stefni á að verða ljóðahöfundur
þegar ég verð stór. En blaðið mitt fór á
hausinn, ég átti ekki nóg blöð. Þegar ég
kom á Ástjörn kynntist ég Guði, ég heyrði
mikið um hann og fór að biðja meira.
Þegar ég kom á Ástjörn þá hætti mig að
dreyma illá óg svo fékk ég að koma aftur á
Ástjörn. Ég kynntist Guði best þegar ég
las eitt vers í Jóhannesi 1:1 og 1
Jóhannesarbréfi 1:8 Ég hlusta á sögurnar
úr Biblíunni, það er svo margt ótrúlegt
sem skeður. Guð hlustar á mann og
maður þarf ekki að panta viðtal við hann
eins og Clinton Bandaríkjaforseta. Guð er
góður. Mig langar að bera út kristna trú,
það eru svo margir sem ekki trúa þar á
meðal í Afríku. Uppáhaldssagan mín í
Biblíunni er þegar Davíð felldi Golíat og
þegar hann’var að fela sig fyrir Sál í
hellinum og gat drepið Sál en gerði það
ekki.
10 ------------------------------------
Pósthólfið
P>arnablaðið
pósthólf 2 08
602 Akureyri
Kæra Barnablað. Mig langar til að senda ykkur ljóð og brandara.
Ætli við byrjum ekki á ljóðinu:
Haustið góða gult og rautt
fölnuð eru laufin
gott er að búið er ei snautt
því bráðum kemur vetur.
Bráðum líður að jólunum
mamma er heima að baka
börnin eru í skólanum
og pabbi út á sjónum.
Og næst er það brandarinn:
Viðskiptavinurinn: eruð þið með krókódílaveski?
Afgreiðslustúlkan: Nei, við erum bara með dömuveski.
Kær kveðja, Sandra
Hæ, hæ Barnablað. Mig langar til að segja ykkur brandara, þeir eru
svona:
Einu sinni voru tvennar buxur sem voru að labba yfir
götu. Þá kom bíll og keyrði yfir aðrar buxurnar. Þá sögðu
hinar buxurnar „Þér var nær- buxur." „Já" sögðu hinar,
„lífið er stutt -buxur!"
Hvað sagði ljóskan þegar hún sá Ceríos hringinn?
-Nei sko, þarna er kleinuhringjafræ.
Sendandi, Helga Þórunn 10 ára
LAUSNIR
Talnaþraut í
síðasta blaði.
Hver er
maðurinn?
bls. 7: Móse
og Davíð.
...................................— Bamablaðið
1 6 =v 3 1 9 3 5
H T 2 3 5
(o Z 3 S 0 3 í
8 5 8 0 2 4 5 1 0 7
5 T 9 4
1 0 6 z & M s s
8 9 1 9 3 0 5 s
3 8 0 b 3
b l T M i 2