Barnablaðið - 01.12.1996, Qupperneq 11

Barnablaðið - 01.12.1996, Qupperneq 11
SMÁSACAN Pétur Iiriugir til Guðs Pétur var sólargeislinn hennar mömmu sinnar, hann kunni að hughreysta hana þegar hún var sorgmædd eða þreytt. Pabbi Péturs var dáinn svo mamma var ein um að sjá fyrir Pétri og Rut, litlu systir hans. Það var komin Þorláksmessa. Stormurinn hvein á milli húsaraðanna og hlóð snjónum í stóra skafla. Pétur kom gangandi eftir götunni með þungan poka í höndunum, hann var að skila þvotti fyrir mömmu sína sem var þvottakona. Hvað eftir annað varð hann að láta pokann frá sér og hvíla sig ögn því byrðin var þung. Pétur raulaði fyrir munni sér til að létta sér gönguna. Jesú dýrmæt eign ég er, ástarblítt hann til mín sér, frá mér öllum víkur voða, vill mig best í öllu stoða, ástarblítt hann til mín sér. Pétur var glaður í huga, hann mundi að mamma hafði leift honurn að kaupa sér nýja húfu fyrir peningana sem hann hafði unnið sér inn. Pétur þurfti sannarlega á nýrri húfu að halda en hann gat ekki gleymt því að Rut var alveg orðin skólaus. Ætti hann kannski frekar að kaupa skó fyrir peningana? Rut yrði svo glöð ef hún fengi skó og þá gætu þau farið saman á jólahátíð sunnudagaskólans. Pétur stansaði við búðarglugga, þarna voru til sýnis húfur af ýmum gerðum og meira að segja húfa alveg eins og Pétur langaði mest í. Nú hófst erfið barátta í hjarta Péturs, hvað átti hann að gera? Pétur taldi peningana sína aftur og aftur, en hvað Guð yrði glaður ef hann gæfi Rut nýja skó. Pétur flýtti sér inn í skóverslun og valdi rauða fallega skó áður en hann myndi skipta um skoðun, En þegar hann ætlaði að borga þá vantaði ögn upp á að peningarnir nægðu fyrir skónum. „Æ," sagði Pétur, „Þessir hefðu passað svo vel á Rut, en ég verð þá bara að taka þessa svörtu í staðinn." Búðareigandinn vorkenndi Pétri og gaf honum það sem upp á vantaði svo Pétur fékk rauðu, falleg skóna. Pétur varð himinglaður, hann þakkaði vel fyrir sig og flýtti sér áfram með þvottinn. Pétri leið vel því hann var viss um að hafa gert rétt. Þegar Pétur komst á leiðarenda, þurfti hann að bíða svolítið því Frúin var að tala í síma, Pétri fannst Bamablaðið --------------------------------- það merkilegt því hann hafði aldrei séð síma áður. „Halló," sagði konan „þetta er Björg í Hafnarstræti 10. Viljið þið senda mér smör, kaffi, sykur... „ Síðan hélt hún áfram að telja upp ýmsar vörur sem hún vildi fá til jólanna. Pétur varð alveg hissa -gat konan virkilega fengið þetta allt bara með því að tala í þetta tæki? Þegar konan hafði lokið erindum sínum tók hún við þvottinum af Pétri og bað hann að bíða í stutta stund. Pétur flýtti sér í símann, tók tólið upp eins og hann hafði séð konuna gera og ýtti á takkana. Síðan fór Pétur að tala „Halló, er þetta hjá Guði? Þetta er hann Pétur sem á heima í Mjóastræti 28, í kjallaranum en það veistu sennilega. Okkur vantar ýmislegt, mamma þyrfti að fá nýja kápu og Rut litla nýjan kjól, ég hef þegar keypt skó handa henni því ég get vel átt gömlu húfuna mína einn vetur enn. Það væri gaman að fá jólatré og nokkrar hnetur og örlítinn bita af hangikjöti í jólamatinn. Góði Guð viltu senda okkur þetta á morgun því þá er aðfangadagur, þú getur sennilega sent einhvern engilinn með þetta. Mamrna þyrfti léttari vinnu og meðul svo hún hressist, hún er svo oft veik. Ég bið að heilsa pabba sem er hjá þér." Pétur skellti tólinu á og stökk niður af stólnum því konan var að koma til baka. Á leiðinni heim gat Pétur ekki hugsað um neitt nema símtalið við Guð, hugsa sér ef það kæmi nú engill á morgun? Mamma var að strauja þegar Pétur hentist inn úr dyrunum, „Mamma mín, þú þarft ekki að hafa neina áhyggjur, ég hef hringt til Guðs og beðið hann að senda hingað vörur á morgun og sjá um að þú fengir léttari vinnu."Mamma hrökk við, hvað var drengurinn eiginlega að meina? Pétur var svo himinglaður að mamma hans gat ekki ávítað hann fyrir tiltækið, hún bað Guð að sjá um litlu fjölskylduna sína og svo biðu þau jólanna. Þegar kirkjuklukkurnar hringdu jólin inn, hringdi líka dyrabjallan í litlu kjallaraíbúðinni og fyrir utan stóð sendill með allt það sem Pétur hafði beðið um og margt fleira að auki. Pétur fékk rneira að segja húfu eins og hann hafði óskað sér. Mamma og Rut trúðu varla eigin augum og lokst fengu þau að heyra hvernig Guð svaraði bæn Péturs. I gær hafði síminn hringt heima hjá öldruðum manni, þegar hann hafði svarað, heyrði hann barnsrödd biðja Guð urn ýmiskonar vörur til jólanna, áður en maðurinn náði að segja nokkuð var skellt á. Maðurinn ákvað að hjálpa Guði og keypti það sem beðið hafði verið um, hann hafði li'ka útvegað mömmu Péturs léttari vinnu og upp frá þessu var hann góður vinur fjölskyldunnar í Mjóastræti 28. En þessi jól þökkuðu þau Guði fyrir að svara bæn Péturs á þennan stórkostlega hátt. 11

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.