Barnablaðið - 01.12.1996, Page 23

Barnablaðið - 01.12.1996, Page 23
"Guð sem blessar börnin smá, blessun þín mér veri hjá, frá mér öllum víktu voða, virstu mig í öllu stoða." - Góði Guð! Viltu hjálpa okkur að rata heim, amen, sagði Lína. Rétt í því brakaði í trjáþykkninu, eins og stórt dýr væri að troðast í gegnum kjarrið. Börnin þutu á fætur og störðu í áttina, sem hljóðið barst úr. Allt í einu æptu þau öll upp yfir sig í skelfingu. Utan út myrkri þokunnar blasti við þeim hræðilegur úlfur með gapandi gini, sem rauð, lafandi tungan hékk út úr. Pési öskraði nú af öllum kröftum, eins og hann hugsaði sér að reka villidýrið á flótta með hávaðanum. Ulfurinn kom stökkvandi nær og nær, en allt í einu fór hann að gelta hástöfum og dingla rófunni vinalega. Þetta var þá Lappi, sem hafði verið fenginn til þess að rekja slóðina þeirra. Nú var Lína ekkert hrædd við hann, hún var svo fegin, að hann var ekki úlfur. Nú heyrðist mannamál. Tómas skógavörður og Hanna frænka komu þjótandi. Hanna var úfin um hárið og kafrjóð í framan af áreynslunni við að brjótast gegnum skóginn. Hún hljóp að Pésa, lyfti honum í fang sér, skoðaði hann í krók og kring og virtist ekki trúa sínum eigin augum, að hann vari heill á húfi. - En börn! ávítaði hún. Hvernig gátuð þið verið svona óhlýðin, að fara út í skóginn, sem ég var búin að banna ykkur stranglega að gera? Lína horfði skömmustulega niður á tærnar á skónum sínum. - Það var mér að kenna, sagði hún lágt. - Við skulum aldrei gera þetta aftur, lofaði Stína. Hún ljómaði í framan af fögnuði yfir því að vera komin til manna. - Fyrirgefðu, Hanna frænka, sagði Lína. - Já, og gleymum nú ekki að þakka góðum Guði, sagði Hanna frænka og þrýsti Pésa litla að sér. Hvað haldið þið að hafi skeð, þegar þau kvöddu Tómas frænda eins og þau kölluðu skógarvörðinn? Lína lagði handleggina um hálsinn á Lappa og faðmaði hann að sér. - Þakka þér fyrir að þú fannst okkur, Lappi, það hefur ábyggilega verið Guð, sem vísaði þér veginn. Lappi stóð grafkyrr, hann dinglaði aðeins lítillega rófunni. Eftir þetta voru "fjörkálfarnir" aldrei hræddir við Lappa, og hann varð uppáhaldsvinur þeirra og leikfélagi. Framhald í næsta blaði Taktu þátt í áskrifendasöfnun / Spennandi verðlaun ✓ Útvegaðu nýjan áskrifanda og við sendum þér gjöf þeg- ar hann hefur greitt áskriftargjöldin / Sýnishonn á næstu síöu Þítt nafn: Heimilisfang: Póstfang: Ársáskrift kostar 1.850 kr., en fyrir þá sem greiða með kreditkorti 1.750 kr. Sendist til: Barnablaðsins, pósthólf 208, 602 Akureyri Nýr áskrifandi: Nýr áskrifandi: Heimilisfang: Heimilisfang: Póstfang: Póstfang: Sími: Kt.: Sími: Kt.: Undirskrift forráðamanns ef áskrifandi er yngri en 16. ára Undirskrift forráðamanns ef áskrifandi er yngri en 16. ára Greiðslumáti: □ Pen. □ Visa □ Eurocard Greiðslumáti: □ Pen. □ Visa □ Eurocard Kortnr. I I I I 11 1 1 1 II 1 1 N1 1 1 1 1 Kortnr. | | T I 11 I II 11 I I I 11 I I II Gildirtil 1 1 II 1 1 Gildirtil m m Með undirskrift minni heimila ég að áskriftargjaid Með undirskrift minni heimila ég að áskriftargjald Barnablaðsins verði skuldfært á greiðslukortareikning minn. Barnablaðsins verði skuldfært á greiðslukortareikning minn. Undirskrift korthafa Undirskrift korthafa Styttusett □ eða Skartgripaskrín □ Styttusett □ eða Skartgripaskrín □ Bamablctðið --------------------------------------------------- 23

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.