Sameiningin - 01.03.1886, Blaðsíða 13
bóginn merkir þetta orð á ýmsum stöðum í ritningunni “forfað-
ir” almennt (1. Mós. 17, 4; 1. Kg. 15, 11; Esaj. 51, 2; Matt. 3, 0).
Nebúkadnesar var konungr í Babylon í 43 ár, frá 604 til
501 f. Kr. þá tók sonr hans Evil-Merodak við stjórn, en eftir
tvö ár var hann inyrtr af mági sínum Neriglissar, sem þá varð
konungr. Og er hann 4 árurn síðar dó, tók sonr hans Laborosóar-
kod á barns-aldri við konungdómi. Samsærismenn drápu hann
áðr en ár var liðið, og var Nabonned, sá er þá varð konungr
(556). einn þeirra.
Athugavert er, að almenn sagnarit fornaldarinnar minnast
ekki á neinn “Daríus frá Medalandi”, er tekið hafi við stjórn í
Babylon fyrst eftir að hún var unnin, heldr telja Sýrus (Kyros,
Cyrus, á persnesku Kæ Kosrú) hafa tekið þar tafarlaust við
ríki. Og er með mestum líkum getið til, að “Daríus” þessi sé
móðurbróðir hans, liirin sami, er í fornum sagnaritum er nefndr
Kyaxares, hinn 2. með því nafni, “sonr og eítirmaðr Astyagess”,
er venjulega er skoðaðr sem hinn síðasti konungr Meda; og
hafi Sýrus fengið honum Babylon til stjórnar eftir að hún var
unnin svo lengi sem hann lifði; en að við dauðahans liafi Sýrus
tekið þar sjálfr beinlínis við stjórn.
Esra, sem Esra-bók er kennd við, var prestr og lögmáls-
frœðingr af Gyðinga-þjóð í Babylon á stjórnarárum Artaxerxes
konungs “hins handlanga”, er réð yfir ríki Persa frá 485 til
464 f. Kr„ Með leyfi konungs fór hann til Jerúsalem ásamt
nýjum hópi Gyðinga, helzt presta og Levíta, til að vinna að
viðreisn þjóðar sinnar, sem hann gjiirði með mikilli trúmennsku
og dugnaði. Esra-bók byrjar á heimfararleyfi því, er Sýrus gaf
Gyðingum, og heldr áfram siigu þeirra um 80 ára tímabil upp
frá því. Sórobabel (Serúbabel) og Jósúa (Jesúa—sama nafn og
frelsarans) voru fyrirliðar hins fyrsta hóps, er heim fór. Spá-
mennirnir Haggaí og Sakarías störfuðu í guðs nafni fyrir þjóð
sína á þessu tímabili, og er nauðsynlegt að lesa spádómsbœkr
þeirra í sambandi við Esra-bók.—Eins og í spádóinsbók Daníels
eru kafiar í Esra-bók frumritaðir á kaldversku, nl. 4, 8-6,18 og
7,12-26 (skipan Artaxerxes konungs).
-----'í. ---------
LEXÍURNAR FYRIR LÍFI+).
})að var ágæt hugvekja til að byrja árið með frásagan
um hinn unga Jósías konung í Júdaríki og fund liiginál.sbók-
Ö ir>