Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1886, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1886, Blaðsíða 11
—7— stóð að eins 2 mánuði. Konungr Egypta vék honum í’rá og Elja- kim bróðir hans tók við, sá er síðar bar nafnið Jójakim, og ríkið varð um leið skattskylt Egypta-konungi. En snemmaí stjórnar- tíð Jójakims kom Nebúkadnesar, sonr Babylonar-konungs, með her inn í Gyðingaland og svifti Egypta-konung þar öllum yfir- ráðum, en náði þeim aftr fyrir sig eða sitt ríki. Svo stóð í 3 ár. En þá reis Jójakim upp gegn Babylonar-konungi. það leiddi aftr til þess, að frá Babylon var sendr her gegn Jójakim, og margir voru nú herleiddir úr Júdaríki til Babylonar. þá er Jójakim var frá, tók Jójakin sonr hans við konungdómi árið 599, en að þrem mánuðum liðnum var hann ásamt öllum þorra landslýðsins og sérstaklega helztu inanna herleiddr til Baby- lonar. Esekíel spámaðr var í þeirn hóp. I hans stað var Metanía föðurbróðir hans settr í konungssætið og kallaðr Sedekías. Hann gjörði upphlaup gegn yfirmanni sínum. Her Babyloníu-manna settist um Jerúsalem, og eftir 1| árs umsát féll hún, var eydd og meiri hlutinn af leifum landsfólksins fluttr til Babylonar árið 588.—Babylon féll í hendr Sýrusar Persakonungs árið 539, og 2 árum síöar, 537, byrjaði heimför Gyðinga til hins helga lands þeirra samkvæmt leyfi eða boði konungs. Grundvöllr liins síð- ara musteris var lagðr á 2. ári eftir heimkomu hins fyrsta flokks, en svo liðu þvínær 20 ár þangað til musterið var full- gjört. Gyðingar lentu í róstum ineðan á þessu stóð og út af því við Samverja, sem voru niðjar leifanna af hinum 10 ættlcvíslum, er eptir urðu í landinu við fall Israelsríkis, og heiðingjanna úr Assyríu, sem Salmanassar konungr hafði látið setja þar niðr í stað hinna burtfluttu. Upp frá því liötuðust Gyðingar og Sam- verjar hvorir við aðra. Samanber Jóh. 4, 9 (samverska konan). Jereinías spámaðr var uppi og flutti lýð sínum boðskap drottins frá því fyr en á miðri stjórnartíð Jósíasar konungs og þangað til noklcru eftir herleiðinguna til Babylonar. Hann var sonr Hilkía, sem var prestr í Anatót (Jer. 1, 1), 3 mílur norðr frá Jerúsalem. Hvort faðir hans hefir verið sá Hilkía, œðsti prestr sem fann lögmálsbókina á dögum Jósíasar, -er óvíst og jafnvel fremr ólíklegt. þá er Sedekías og fólkið yfir höfuð fluttist til Babylonar, fékk spámaðrinn leyfi til að vera eftir meðal hinna fáu, sem kyrrir urðu í Júdea (Jer. 39, 11-14 og 40,6). En eftir að Gedalja, sem Nebúkadnesar gjörði að landstjóra í hinu nærri því gjöreydda landi, var myrtr (Jer. 41. kap.), neyddu landar hans hann til að fylgjast með þeim til Egyþtalands, og er til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.