Sameiningin - 01.07.1886, Page 2
—66—
um í Jerúsalem til að ganga út í dauöann, þá ílutti hann bœn-
ina einstaklegu, sem er efni 17. kap. í Jóhannesar guöspjalli, þar
sem hann biör fyrir hinum fámenna lærisveina-húpi sínum, er
þá var meS honum, og eins fyrir öllum hinum, sem seinna myndi
gjörast lærisveinar hans víösvegar um heim allt svo lengi er
heimr stœSi. I þeirri bœn koma fyrir þessi dýrmætu orS: „svo
aS allir sé eitt“. Hugsanin um sameining hins sundraSa mann-
kyns, hinna tvístruöu jaröar-barna, er ríkari en allt annaS í
huga frelsarans á þeirri hátíölegu stund og hiín er fléttuS saman
viS allan síSari hluta bœnarinnar og kapitulans. Frelsarinn
vissi vel, hvaS var heimsins mesta mein : þaö aö mennirnir voru
sundr tættir, hatandi hver annan, berandi banaspjót hver aS
annars hjarta. Og hann vissi, aö þetta myndi framvegis verSa
hiS mesta mein mannanna, einnig þar sem myndaör væri aö
nafninu kristinn söfnuör. Hann skar þaS í hjartaS aS hugsa til
þess, aS svo og svo margir af sínum lærisveinum, þaS er aS segja :
fólki meö kristnu nafni, myndi verSa til þess aS halda viS sama
kærleiksleysinu, sama hatrinu, sama einingarleysinu, eins og
svo ríkt var grundvallaö hér í mannheimi áSr en hann í eigin
persónu sinni birti mönnum djúp hins guödómlega kærleika.
þaS vakti fyrir honum heiSindómrinn í sinni eigin kirkju á ó-
komnum öldum, sundrung þeirra, sem saman ætti aS vera, skortr
á kærleika meSal þeirra, er kallaSir væri sérstaklega til aS elska
hver annan, heift og hefndargirni í því félagi, sem myndaöist á
grundvelli hins himneska kærleika, í því félagi, sem héldi uppi
krossmerki hans, er lét lífiS til þess aS allir fengi sameinazt í
hjarta guös. Hann var einmitt í heiminn kominn til þess aS
gjöra alla menn aö börnum guSs og rífa niör „miövegg giröingar-
innar, fjandsltapinn" (Efes. 2, 14), slétta út djúpið, sem syndin
hafði staSfest bæSi milli inannsins hjarta og guSs hjarta og eins
milli einstakra manna eða mannflokka. HvaS gat þá veriS sár-
ari tilhugsan fyrir hann heldr en þaS, aS fjöldi fólks gengi í orði
kveSnu sér á hönd, gengi í kristinn söfnuð, en héldi eins fyrir
því áfram aS vinna hver á móti öSrum, særa hver annan, eyði-
leggja hver annan, fœra hjörtun lengra og lengra burtu hvert
frá öðru, víkka fjandskapar-djúpiS inanna á meðal æ meir og
meir ? Ut af þessari tilhugsan biSr Jesús svo heitt í öllum síðari
hluta hinnar áminnztu bœnar sinnar um það, að allir sínir
lærisveinar megi verSa eitt. þaS er sorglegt aS hugsa um heim-
inn nn endrlausnara algjiirlega sundraSan í andlegu tilliti. En