Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1886, Síða 7

Sameiningin - 01.07.1886, Síða 7
•71 höggviS og síðan brennt, og svo veit hann, að eftir að það í þessu ástandi hefr verið flutt á byggingar-stöðvarnar hefir það verið slökkt og því næst haft til að líma múrsteinana í byggingunni saman. Hann getr enn frernr bent á staðinn, þar sem tré þau, er þurftu til hússins, hafa verið felld. Hann fylgir þeim í huganum til sögunar-mylnunnar, þar sem þeim hefir veriö flett í bjálka og borð áðr en þau komust á sínar nú verandi stöðvar. Og loks sér hann vinnumenn, smiöi, múrara, timbrmenn, og athugar með eigin augum, hvernig þeir—og engir aðrir en þeir—koma upp byggingunni af efni því, sem er fyrir höndum. Manninn, sem gjört hfir teikninguna til byggingarinnar og sem sameinar alla liina ýmis konar krafta í eitt, sjálfan byggingar-meistarann, sér hann ekki. Ef nú þessi maðr ályktaði af því, sem hann þannig hefir séð með eigin augum, að enginn byggingar-meistari væri til, að tilvera hans væri ekki annað en draumórar hjátrúarfullr- ar og óupplýstrar tíðar, en hlyti að hverfa eins og dögg fyrir sólu fyrir upplýsing vorra tíma, ef hann, þá er hann ætti að gjöra grein fyrir hinni kynlegu samverkan hinna mörgu ýmis konar krafta, segði, að þessi samverkan væri tilviljan og ekk i annað, þá hefðum vér þarna mynd af mörgum manni, sem á vorum dögum talar með regingi miklum í nafni menntunar þess- arar aldar, vísindanna og sannleikans, lætr blinda tilviljun hafa myndað heiminn, og neitar þar af leiðanda tilveru guðs. Oss er það fullkunnugt, að þetta er ekki annaö en mjög einfaldr barna- lærdómr, en það er einmitt á honum, sem oss ríðr fremr en öllu öðru. I þessum einfalda barnalærdómi er langtum meiri sann- leikr en því, sem vor öld kallar speki. D. G. Monrad: „Úr heimi bœnarinnar". ««<----♦- • — — M------»»- LEXÍIIR FYRIU SFNXUWAGSSKÓLAXX. ---°I>0^^>0<0- J>RIÐJI ÁRSFJÓRÐUNGR 1886. Sunnud. 4. Júlí: Jesús og blindi maðrinn. .(Jóh. 9, 1-17). 11. Júlí: Jesús er góði hirðirinn .... (Jóh. 10,1-18). 18. Júlí: Dauði Lazarusar..........(Jóh. 11,1-16). 25. Júlí: Uppvakning Lazarusar.. ..(Jóh. 11,20-27 og 39-44). 1. Ag.: Jesú er sómi sýndr.... (Jóh. 12,1-16). 8. Ág.: Heiðnir menn leita Jesú. (Jóh. 12, 20-36). L

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.