Sameiningin - 01.07.1886, Síða 8
t
—72—
Sunnud. 15. Ag.: Jesús kennir auðmýkt.. . .(Jóh. 13, 1-17).
---- 22. Ág.: ViSvörun til Júdasar og Pétrs......(Jóh.
13, 21-38).
---- 29. Ág.: Jesús huggar lærisveinasína(Jóh. 14,1-14).
——- 5. Sept.: Jesús hinn sanni vínviðr.. .(Jóh. 15,1-16).
---- 12. Sept.: Sending andans..............(Jóh. 16, 5-20).
—— 19. Sept.: Jesús biðr fyrir lærisveinum sínum.. (Jóh.
17, 1-3 og 11-21).
---- 26. Sept.: Yfirlit.
LEXÍURNAR FYRIR LÍFIÐ.
Lækning hins blind-fœdda manns, athugasemdir þeirra, er
við staddir voru, út af því kraftaverki, og dómr Farísea um Jesúm
út af því, er 1. lexía hins þriðja ársfjórðungs.—Lexíurnar eru enn
allar í Jóhannesar guðspjalli.—þegar lærisveinar Jesú sáu hinn
blinda ölmusumann, sem aldrei hafði litið dagsljósið á æíi sinni,
kom þeim til hugar, að böl hans væri yfir hann komið annaðhvort
sökum eigin synda hans eða foreldra hans. Jesús neitaði því að
svo væri, en tók fram, að þetta væri orðið, svo að guðs verk yrði
á honum opinber. þó Jesús neiti þessu, þá neitar hann því þar
með engan veginn, að eigin syndir eða foreldr&nna syndir leiði
eymd og bölvan yfir margan mann. „ Eg em vandlætissamr guð “,
segir drottinn um leið og hann gefr fólki sínu lögmálið, “ sem
liegni misgiörðir feðranna á börnunum í þriðja og fjórða lið, ú
þeim, sem mig hata ” (2. Mós. 20, 5). Margir komast í eymd,
andlega og líkamlega eymd, fyrir þann syndaskóla, sem þeir hafa
í gengið á barnsaldri í foreldra-húsum. Gæt þess þá, faðir og
móðir, að það, sem börnin þín sjá og heyra til þín daglega, verði
ekki til þess að þau. síðar meir lendi í eymd og voða. En eins
leiðir líka eigin synd iðulega böl og bágindi yfir manninn þegar
í þessu lífi. Vér þurfum ekki að vitna til dœmisögunnar um hinn
týnda son (Lúk. 15) eða á neitt annað í guðs orði þessu til sönn-
unar, því slíkt hefir maðr daglega fyrir augunum, ef augun að
eins eru opin. Hinsvegarliggjamargir menn undir þunguoglang-
vinnuböli, einsogblindi auminginn,sem Jesús læknaði, hvorki fyrir
þá sök, að þeir hafi sérstaklega syndgað né heldr foreldrar þeirra.
Mótlætið er ekki eingöngu afleiðing syndarinnar, það er líka
komið yfir þá, er undir því liggja, til þess að guðs verk, hinn
endrleysandi kærleikr drottins, opinberist. Krossinn er upp reistr