Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1886, Side 11

Sameiningin - 01.07.1886, Side 11
—75- bœnir, fullar af ásfc og umhyggju fyrir þcini, sem liggr fyrir dauð- anum, eru sendiboðarnir, sem látnir eru flytja drottni tíðindin. Hver, sem á ástvin í bættu, líkamlegri eða andlegri, þarf fremr öllu öðru af því að vita, trúa því, að almáttugr, kærleiksfullr frels- ari sé við höndina. það veit sannkristinn maðr og því getr hann ekki annað en beðið. 0, að allir með kristnu nafni væri trúaðir ! þá gætu þeir allir í raunum sínum beðið. Hvílíkr munr á því að geta beðið og geta ekki beðið ! það sýnist oft að það sé til ónýtis að biðja. Vantrúin segir, að öll bœn sé til ónýtis. það sýndist ekki heldr neitt ætla að koma út af því, að þær systr sendu til Jesú út af sjúkdómi bróður þeirra. I tvo daga beið hann, eftir að hann hafði fengið orðin frá þessum ástvinum sínum um mótlætið, sem komið hafði yíir hús þeirra. Svo fór hann yfir um Jórdan og vestr yfir land til Betanía. En þá var Lazarus andaðr og hafði legið lík 4 daga, þegar Jesús kom. Árangrinn af orðsending systranna til Jesú liggr eiginlega fyrir utan þessalexíu. Árangr- inn af mörgum kristilegum bœnum sést ekki heldr fyr en komið er út fyrir takmark þessa lífs. Líkamlegr sjúkdómr batnar offc ekki, þó leitað sé út af honum til drottins. þær systr báðu ekki heldr beinlínis um að Jesús léti bróður þeirra batna til þessa lífs. þær létu að eins flytjahonum þessi orð: „ Herra, sá sem þú elskar, er veikr “. Nú áttu þær svo bágt; nú lá þeim svo mikið á honum ; en hann skyldi því ráða, hvað hann gjörði. Boenina : „ Verði þinn vilji “ má lesa út úr orðsending þeirra til hans. Með sama hug biðr þú, kristna sál, í viðlíka vandræðum. Og þú maðr, sem ekki enn ert orðinn trúaðr, getr þér ekki skilizt, áð í slíkum bágindum muni þó vera inndœlt, að vita frelsara sinn hjá sér, þó að ástvinr- inn, sem liggr dauðvona, ekki rísi framar á fœtr í þessu lífi ? Er ekki tvennt ólíkt að kveðja hér deyjanda ástvin í trú eða vantrú ? Hver getr haft hug til að eiga hér nokkurn ástvin og trúa þó ekki evangelíi kristindómsins ? Sótt Lazarusar átti að verða og varð guði tii dýrðar. þó að sjúkdómarnir batni ekki, þá eiga þeir ávallt að verða guði til dýrðar. Áðr en píslarsaga frelsarans hófst bað hann: „ Gjör son þinn dýrðlegan Og þegar píslir hans stóðu sem hæst, þá kom dýrðin drottins skýrastfram. O, þáhimnesku dýrð, sem kemur fram í lífi margra guðs barna, þegar þau líða sem mest! Undir grjóthríðinni og í dauðanum virtist jafnvel bana- mönnum Stefáns ásjána hans vera sem engils ásjána. Af hverju ? Af því hjarta hans var fullfc af trú, von og kærleika. Hann sá þá himnana opna. Svo sofnaði hann. Jesús segir : „Lazarus vinr

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.