Sameiningin - 01.07.1886, Qupperneq 12
I
—76—
voi: er sofnaSr", og átti viö að hann væri dáinn. Fyrir þeiin, sem
sjá himnana opna eins og Stefán, er dauðinn ekki nerna eins og
svefn. Ó, að vor dauði verði svo!
4. lexían er sÖQ'ulea’t framhald af lexíunni næstu á undan.
þar segir frá komu Jesú, samtali Mörtu við hann út af bróður-
missinum, og frá uppvakning hins iátna, Margir voru komnir í
sorgarhúsið til að taka þátt í harmi systranna út af láti hins elsk-
aða bróður. En enginn var nú neitt líkt því eins inndœll gestr eins
og Jesús. Ó, að allir syrgjandi yfir önduðum ástvini vissi af
Jesú hjá sér ! Marta segir við hann jafnskjótt oghann er kominn:
„ Herra, hefðir þú verið hór, væri bróðir minn ekki dáinn “. Og
þegar María rétt á eftir hitti hann, féll hún honum grátandi til
fóta með sömu orðum. það eru nokkurs konar ávítunarorð, mild
og kærleiksfull, full af auðmýkt og undirgefni að vísu, en þó
ávítunarorð til Jesú fyrir það, hve seint hann kom, En loksins
var hann þó kominn, og það var þó blessan, enda þótt Lazarus
lægi nú í gröfinni. þegar Jesús spurði Mörtu, hvort hún tryði, þá
svaraði hún : „ Já herra, eg hefi trúaff“. Hun þorði ekki að segja:
„ Eg trúi", því í sorginni fann hún að trú hennar var nú svo veik
orðin. „ Eg trúi, en hjálpa þú. trúarleysi mínu “ sagði hinn mœddi
faðir hins sárt haldna sveins grátandi í Mark. 9, 23. það er þungt
á raunastundum lífsins að finna trú sína veiklast, en ef sútilfinn-
ing verðr til þess að draga mann enn þá nær drottni sínum, eins
og þessi börn sorgarinnar, þá er ekki vert að kvarta. Maðr freist-
ast þá ekki til að telja sér trú sína til gildis frammi fyrir guði né
mönnum. Maðr stendr þá ekki frammi fyrir drottni biðjandi eins
Faríseinn : „ Guð, eg þakka þér, að eg er ekki eins og aðrir menn “.
Drottinn sagði við Pál: „ Lát þér nœgja mína náð, því minn kraftr
sýnir sig fullkominn í veikleikanum “ (2, Kor. 12, 9). Mundu
eftir því svari, kristinn maðr, þegar þér ofbýðr þinn eigin trúar-
veikleiki.—það er sárt að standa grátandi yfir gröf þess eða þeirra,
er maðr elskar eins og ljósið augna sinna. En það er þó tvennt
ólíkt að standa þar, eða í hverjum öðrum sporum á lífsins og dauð-
ans leið, í trú eða vantrú, með kristilegri von í hjartanu eða ókristi-
legri örvænting. Jesús grét yfir gröf Lazarusar.
„ Heimrinn á tvenns kyns tár :
þau til eru bæði mjúk og sár;
önnur frá himins sælu söluin,
er svölun veita mœddúm hölum;
en hin eru járnköld éljadrög.
jafn-bitr eins og spjótalög“. (Kr. J.).