Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.07.1886, Blaðsíða 15
—79— tjóni getr barnshjarta'ð naumast orðið heldr en því að missa traustið. Hvílíkr gloepr er það þá, þegar föðurhöndin eða mdð- urhöndin rænir barnið þessum ómetanlega dýrgrip! —það er venjulega ekki meðlæti, heldr mótlæti, sem lífgar og styrkir trúna. þegar allt annað sýnist bresta og bregðast, þá er það að hin leiðandi kærleiks-hönd guðs kemr skýrast fram. Ef maðr með óvanalega sterkri trú verðr á vegi þínum, þá er það maðr, sem hefir verið reyndr meir en almennt gjörist. Og þegar þú ert kallaðr út í ófyrirsénar og harðar raunir, þá getr þú þar fundið nýja sönnun fyrir því, að guð elskar þig og að hann er að draga þig nær sér með því, sem fremr öllu öðru eflir trúna. —Séra Hans B. Thorgrímsen, sem þessi síðustu ár, síðan hann vígðist til prests, hefir þjónað Yíkrsöfnuði og að nokkru leyti einnig nábúasöfnuðunum íslenzku í Pembina County, Dakota, hefir nú hætt því starfi og tekið við prestsembætti í norskum siifnuði í bœnum Sioux Falls í Suðr-Dakota. það er tilfinn- anlegt að missa hann, jafn-vellcynntan og samvizkusam an prest frá oss Islendingum mitt í prestleysi safnaða vorra. —Nú loksins er út komin Sálmabókin íslenzka, sem sjö manna nefndin, er til þess var sett fyrir 8 árum, hefir unnið að. Nefnd- arnrennirnir voru : séra Björn Halldórsson í Laufási, sem andað- ist 1882, séra Helgi Hálfdanarson, forstöðumaðr prestaskólans i Reykjavík, séra Mattías Jokkumsson í Odda, séra Páll Jóns- son í Viðvík, séra Stefán Thórarensen að Kálfatjörn, Steingrímr Thorsteinsson kennari við „lærða“ slcólann í Rvík, og séra Valde- iuar Briem að Stóra-Núpi. Bókin er kostuð að útgáfunni til af Sigfúsi Eymundssyni í Reykjavík og þar prentuð. Hún er í litlu, en þægilegu 12 blaða broti; prentið gott, pappír heldr lé- legr. Verð á íslandi á bókinni bundinni 3 kr. 75 a. eða 4 kr. eft- Jr mismuni á bandi. Tala sálma er 650. Vér munum nákvæm- ar tala um verk þetta síðar, ef guð lofar. —Séra Sófonías Halldórsson í Goðdölum er orðinn prestr í Viðvík í Skagafirði. Séra Stefán Thórarensen að Kálfatjörn hefir fengið lausn frá prestsembætti. Kandídat Jón Sveins- son er prestvígðr til Garða á Akranesi. —Kirkjan á Stóru-Völlum í Rangárvallasýslu lögð niðr, og sókninni skift milli þriggja kirkna þar í grenndinni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.