Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 2
—98—
þá er Páll postuli bar þessi ámirmingarorð í'ram fyrir hina
nýkristnuöu Korinþumenn og heiminn yfir höfuð, eins og hann
þá var, í því hann var að snúast frá villu heiöindómsins til
kristinnar trúar, þá voru þau sannarlega ekki ófyrirsynju fram
tíutt. þá var í eiginlegustu merking orösins ófreisisöld. Meiri
hluti fólksins í hinum þá kunna mannheimi voru ánauðugir
þrælar, skoðaðir sem lögleg eign hins miklu fámennara hluta
mannfólksins, rétt eins og skepnur eða jafnvel dauðir hlutir, án
nokkurs frelsis eða nokkurfa mannréttinda. Eigandi þræls gat
með sama rétti fyrir mannlegum lögum tekið þræl sinn og selt
hann, hverjum sem hafa vildi, og fyrir hvað sem verkast vildi,
eins og menn nú selja hest eða naut. Hann gat án þess honum
yrði hegnt að lögum, hve nær sem honum sýndist, misþyrmt þræli
sínum og kvalið hann, sem er meira en nokkrum leyfist nú a ð
1 ö g u m í nokkru menntuðu landi við húsdýr sín, og rétt dræpr
var þá líka þrællinn, hve nær sem eigandi hans vildi hann dauð-
an. Svona var ástandið í hinum menntuðu lönduni hinnar heiðnu
fornaldar, þá er kristindómrinn birtist þjóðunum. það var að
vísu á þeim tímum mikið rœtt og ritað um frelsi, og margir
fram úr skarandi menn börðust einatt hraustlega fyrir frelsi þjóð-
ar sinnar og lögðu jafnvel lífið í sölurnar til þess að frelsa fólk
sitt frá ánauðaroki harðstjóranna. Og sérstaklega fékk hin há-
menntaða griska þjóð maklega frægð fyrir margra alda drengi-
lega frelsisbaráttu. En bjarmi hinnar forngrisku frelsisdýrðar
dvínar stórum, þá er vér gætum að því, að í baráttunni fyrir
frelsi föðurlandsis er ekki verið að berjast fyrir frelsi almenn-
ings, heldr að eins fyrir frelsi tiltölulega fárra manna, sem skoð-
aðir voru bornir til almennra mannréttinda, en hinir allir misk-
unnarlaust látnir bera ánauðarokið eins og óœðri verur, sem
engan rétt eða hœfilegleik hefði til að vera menn me.ð mönn-
um. Lengra komst ekki hin menntaðasta þjóð hins heiðna heims
til forna með sína frelsishugmynd og frelsisbaráttu, og lengra
hefir mannheimrinn aldrei komizt og lengra kemst hann aldrei
án sérstakrar guðlegrar opinberunar. Yér verðum að snúa oss
burtu frá hinum eiginlega menntaheimi í fornöld til fámennrar,
afskekktrar, lítils metinnar þjóðar til þess að sjá og heyra al-
mennings rétt til frelsis að nokkru viðrkenndan. Israelsþjóð ein
þótt á langt um lægra menntastigi standi annars heldr en Grikkir
og Rómverjar, kannast við þann sannleika, að allir menn eru
brœðr, skapaðir til þess allir jafnt að vera guðs börn, mildar á-