Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 14
—110— þegar skilnaSarstundin er komin, þá er órnissanda fyrir þá, sem eru að kveSjast, aS geta sagt: „Innan skamms verSa aftr sam- fundir“. ])að geta þeir sagt, sem kveðjast í kristilegri trú, því sá, sem fer út í lífiS, getr jafnt og hinn, sem fer út í dauSann, gjört þessi orS Jesú aS sínum orSum: „Eg fer til föSursins“. Muni allir eftir þessu eina orSi: „innan skamms". Ekki nema stutt stund, og svo kemr skilnaSr vina og—óvina. Ekki nema stutt stund, og svo er stríSiS úti fyrir guSs börnum. Ekki nema stutt stund—þetta jarSneska mannlíf, og svo eilífSin endalaus þar fyrir framan! Hin 11. lexía ársfjórSungsins eru tveir kaflar úr bœn þeirri, sem frelsarinn flutti í kvöldmáltíSarsalnum rétt áSr en hann hóf göngu sína út í Getsemane. þaö eru 3 fyrstu vers hins 17. kap. í Jóh. guSsp. og svo 11.-21. vers sama kap.—Um hvaS biSr Jesús á þeirri miklu stund ? Hann biSr um aS faSirinn himneski gjöri sig dýrSlegan, til þess aS þegar hann líSr og deyr eins og maSr, þá sjáist þar dýrS drottins. En í hinum kafla bœnarinnar, sem er síSari og meiri hluti lexíunnar, biSr hann fyri lærisvein- um sínum, þeim fáu, sem þá voru, og þeim mörgu, sem síSar myndi verSa. Hann biSr hinn himneska föSurinn um aS varSveita þá, aS þeir ekki týnist og tvistrist, helga þá í sínum sannleika, aS þeir allir verSi eitt, eitt hver meS öSrum og eitt meS sér, frelsara þeirra. þó aS Jesús byrji bœn sína meS því aS biSja fyrir sér, þá liggr sama hugsunin til grundvallar fyrir þeim hluta bœnarinnar eins og hinum hlutanum, þar sem hann er aS biSja fyrir lærisvein- um sínum. þaS er hugsunin um sálarheill syndugra manna, hugsunin um þaS, aS píslir sínar og dauSi megi verSa þeim, og þeim öllum, til lífs, og aftr aS hinu leytinu hugsunin um þaS aS guSs kærleiksdýrS komi fram, ekki aS eins í sinni píslarsögu, heldr og í sögu hinnar stríSandi lcirkju sinnar til daganna enda. DýrSlegr er Jesús Kristr í öllum sporum hinnar mannlegu ætí sinnar, en hvergi kemr dýrS hins guSdómlega kærleika eins á- þreifanlega fram eins og þegar á hann er horft líSanda. En getr dýrS drottins komiS fram hjá syndugum inönnum líka ? Já, þeg- ar þeir líöa þaS, sem á þá er lagt, eins og trúuS guSs börn, biSj- andi aS vísu öSruhverju eins og Jesús í Getsemane: „FaSir, tak þennan kaleik frá mér“, en þó jafnframt: „VerSi, ekki minn, heldr þinn vilji“. Og dýrS drottins kemr einnig fram þegar kristnir menn elska hver annan svo, aS þeir haldast í hendr og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.