Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 8
104—
ok,......því mitt ok er inndœlt og mín byrði er létt“ (Matt. 11,
28-30). Slepptu ]>ví oki, sem þú nú gengr undir, en taktu Krists
ok á þig í staðinn. þá verðr þú sannarlega frjáls.—Og þú, sem
þylcist vera kristinn og vilt vera kristinn, gættu að, hvort þú ert
frjáls, hvort þú ert ekki manna þræll. Margir með kristnu nafni
eru andlega ófrjálsir, eru manna þrælar. Margir innan vorra eigin
safnaða dansa eftir annarra spilltra, afvegaleiddra manna pípu
alveg eins og klafabundin dýr. Margir bæði meðal eldra og
yngra fólks innan kirkjunnar haga sér með tilliti til orða og
gjörða ekki eftir því, sem kristindómsorðið og kristindómsmeð-
vitundin segir að rétt sé, heldr eftir því, sem þeir vita eða í-
mynda sér, að lagsbrœðrum eða stallsystrum þeirra, vinum þeirra,
viðskiftamönnum þeirra, líki bezt. það er gott að eiga vini, ef
vinirnir eru rétt og kristilega valdir, og það er sjálfsagt að bera
sérstaklega ást í brjósti til vina sinna. En að vera þræll vina
sinna, að aðhyllast skoðanir þeirra, einnig þá er þær eru vitanlega
rangar og syndsamlegar, það er ókristilegt og auðvirðilegt. það
er að gjöra sig að ókristnum manna þræl. Eða hvað segir Jesús ?
„Hver sem elskar föður eða móður .........son eða dóttur meir
en mig, sá er mín ekki verðr“ (Matt. 10, 37). þá er Pétr af-
neitaði frelsara sínum á hans kvalakvöldi af hugleysi, af ótta
fyrir því, að hann yrði fyrir einhverju illu, ef það sannaðist, að
hann væri eitthvað við Jesúm riðinn, þá gjörðist hann manna
þræll. En hann kannaðist brátt við synd sína, yfirgaf freisting-
arstöðvarnar og grét sáran yfir sinni synd. Finnr nú enginn,
sem þetta les, hvöt hjá sér til að gjöra slíkt hið sama ? Er ekki
nógu mikið hér hjá oss,—í þessu frjálsa landi,—á þessari frelsis-
öld,-—af sannfœringarlausum, auðvirðilegum, ókristilegum manna-
þrældómi, til þess að allir þeir, sem kristnir vilja vera, falli í ein-
um hóp iðrandi og niðrlútir fram fyrir honum, sem í allra synd-
ugra manna stað tók á sig þjóns mynd, tók á sig hið grimma
þrældómsok, svo allir gæti eilíflega haft frelsi og frið ? Allr
manna-þrældómr er hryggilegr og kristnum mönnum ósœmandi.
En hörmulegast af öllum slíkum þrældómi er það, þegar kristn-
ir foreldrar eru þrælar barnanna sinna. Og sá manna-þrældómr
er þó hér svo tíðr. Sá manna-þrældómr brýtr niðr guðs ríki
hvervetna þar sem hann á heima.
Svo vildurn vér þá að eins minna fólk vort hér í Ameríku
eigi síðr en heima á Islandi á þessi postullegu orð : „Yerið ekki