Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1886, Side 12

Sameiningin - 01.09.1886, Side 12
108— Sunnud. 12. Sept.: Sending andans.............(Jóh. 16, 5-20). ---- 19. Sept.: Je.sús biðr í'yrir lærisveinum sínum.. (Jóh. 17, 1-3 og 11-21). ---- 26. Sept.: Yfirlit. LEXÍURNAR FYRIR LÍFIÐ. „Sending andans" er fyrirsögn hinnar 10. lexíu þessa árs- fjórSungs. Lexían byrjar meS 5. versi 16. kap. Jóli. guSspjalls og endar meS hinu 20. þaS er komiS langt fram í skilnaSar- rœSu frelsarans til lærisveinanna. þeir vissu, aS skilnaSarstund- in var fyrir hendi, og þeir vissu, aS sú skilnaðarstund lcollvarp- aSi öllum vonum, er þeir að undan förnu höfðu gjört sér um upp- hefS og sælu meS Jesú, þá er hann væri viSrkenndr orSinn sem hinn fyrirheitni Messías ; því aS enn þá skildist þeim ekki, að vegrinn til dýrSarinnar gæti fyrir Jesúm legið í gegn um hinn dimma dal og dauðans skugga. Svo segir þá Jesús viS þá : „Enginn yðar spyr mig: ,Hvert fer þú ?’ “ Burt frá þeim vissu þeir að hann átti aS fara, burt út í dauðann, og því voru þeir svo hjartanlega hryggir, en um þaS spurðu þeir ekki fyrir hryggð yíir þessu, hvert lengra burt hann fœri. Hann fúr burt frá þeim og burt út í dauðann, en sú burtför var þó fyrir hann heimför til föðurhúsa í himninum. Hann grœddi augsýnilega á burtför- inni. þaS gat þá verið gleSiefni í sorginni fyrir þá, sem elsk- uðu hann.—Ef þú, sem horfir grátandi á eftir ástvini, ungum eða gömlum, þegaar dauSinn slítr hann úr örmum þínum, getr trúað því, að burtför hans sé heimför til himneskra föSurhúsa, þá veiztu líka, að hann hefir grœtt óendanlega mikiS á burtförinni, og þaS er huggunarefni mitt í harmi þínuin. „Dauðadagrinn er betri en fœSingardagrinn" (Préd. 7, 1) er spakmæli trúarinnar frá gamla testamentisins tíð. Páll postuli oröar það svona: „AS deyja er ávinningr fyrir mig“ (Fil. 1, 21). Nú á tímum halda menn almennt upp á afmælisdaga sína, og þann sið er ekki aS lasta. En á fyrstu öldum kristninnar héldu menn sérstaklega hátíSlega dauðadaga sofnaðra vina sinna. Menn lofsungu drottni viS leiði píslarvottanna, af því menn höfðu það svo hugfast, hve óendanlega miklu sælli guðsbörnum er tilveran eftir dauSann heldr en á undan dauSanum. þannig varS t. a. m. 26. Desem- ber miklu fyr til sem hátíöisdagr í kristninni, nl. sem dauðadagr

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.