Sameiningin - 01.09.1886, Blaðsíða 6
>—102—
arans, sem er blessaðr um aldir, amen“. Og hvað er að snúa
sannleika guðs í lygi, ef ekki þaS að halda því fyrir sjálfum sér
eða öðrum fram, að það sé frelsi, að láta hinar guðlausu fýsnir
sínar hafa taumlaus yfirráð yíir sálu sinni og líkama ? Ef nokk-
urt orð er misbrúkað, hræðilega og hörmulega misbrúkað, þá er
það orðið f r e 1 s i , og það einmitt á þessum.frelsistímum og í
þessu frelsislandi. Hafi nokkrn tíma hinum guðlega sannleika,
sem felst í orðinu frelsi, verið um smiiö í lygi, eitraða og ban-
væna lygi, þá er það einmitt nú. Hér er auðvitað sérstaklega
að rœða um hið andlega frelsi, en ekki eiginlega hið líkamlega
frelsi, atvinnufrelsi og pólitiskt frelsi, þd að vitanlega sé það
tíðum herfilega misskilið. Að því er þá snertir andlegt frelsi,
þá heyrast nri iðulega raddir meðal vors eigin fólks,—og radd-
irnar yrði fleiri, ef allar hinar huldu hugsanir léti til sín heyra,
—sem segja : „Eg vil vera frjáls maðr og þess vegna ekki ganga
í neinn kristinn söfnuð. Eg fælist ok það, sem kirkjan leggr á
limi sína. Eg hata það ófrelsi, sem í nafni kirkju og kristindóms
er að mönnum haldið. Eg vil ekki vera manna þræll“. En
spursmálið er : Viltu vera guðs þjónn, Krists þræll ? Ef kirkjan
eða hinn kristni söfnuðr heldr að mönnum einhverju oki, sem
ekki er guðs ok, ef kirkjan virkilega leggr eða leitast við að
leggja höft á þær lífshreifíngar þínar, þær hugsanir þínar, eftir-
langanir, orð og gjörðir, sem hinn betri maðr þinn segir þér
fyrir fullt og fast að hljóti að verða þér til sáluhjálpar, þá er
ekki nema náttúrlegt, að þú álítir trúarkenningar og siðalær-
dóma kristindómsins andlega ófrelsisfjötra, og þá er von að þú
spyrnir á móti broddunum af lífi og sál. Ef svo er, þá ert þú
að vísu í villu, hörmulegri villu, en villan er tiltölulega fyrir-
gefanleg, því þú ert þá augsýnilega í alvöru að leita að sannleik-
anum. Og sá, sem í alvöru leitar sannleikans til frelsis fyrir
hinn fjötraða anda sinn, hann mun finna. „Náðin og sannleikr-
inn hefir veitzt fyrir Jesúm Krist“, og hann segir: „Leitið, og
munuð þér finna“. En þú þekkir ekki kristindóminn nema í ein-
hverri afskræmdri mynd; þú þekkir ekki nema heiðindóminm
hrœsnina, villuna, guðleysið, sem kirkjan einatt, en kristindómr-
aldrei, hinn hreini kristindómr heilagrar ritningar, ber í skauti
sínu. Og þú átt ekki að gjörast manna þræll, hvorki innan kirkj-
unnar, né utan hennar, heldr að gjörast guðs þræll, sem er sama
og guðs frelsingi. Leitaðu þá betr, leitaðu í guðs orði biðjandi
og auðmjúkr, sí-munandi eftir synd þinni og illu girndum, og