Sameiningin - 01.01.1887, Page 6
—166—
um menn hafa haft ranga stefnu að undanförnu, eða þá enga
ákveðna stefnu. Látum lcristna kirkju hingað til hafa nærri
því legið í rústum hjá oss. Látum trúna í hjörtum vorum hafa
verið stórgallaða, einatt steindauða; látum vonina, hina kristi-
legu von, einatt hafa veiklazt hjá oss; og látum kærleikann
manna á rneðal oft hafa vantað. Jesús er þó enn á líti og hann
býðr oss enn þá sína náð, býðr sig enn á ný fram til þess að
hafa völdin hér hjá oss og vera andlegr konungr vor. Yér get-
um byrjað nýtt blessunarríkt ár í dag fyrir oss alla. Vér get-
um allir nú frammi fyrir guðs augliti greitt atkvæði með því,
að hann hafi yfirráðin í mannfélagi voru, í söfnuði vorum, á
heimilum vorum, yfir oss hvervetna á vegum voruin. Ef ein-
hver er hór, sem finnr til þess, að hann hafi ekki staðið með
drottni á liðinni tíð, þá slíti hann nú hjarta sitt frá heiminum
og hégómanum og ranglætinu og gefi það drottni, og láti hann
svo framvegis stýra því og varðveita það. Ertu ekki farinn að
sjá, að það er svo miklu sælla að eiga hjá honum hjartað, heldr
en ofrselja það illum heimsins öfium og hafa svo á hinni vondu
tíð hvergi höfði sínu að að halla ? Hin vonda tíð, mótlætisins
þunga tíð, er, ef til vill, ekki búin að heimsœkja þig enn, en
hún kemr, vinr. Og eg ræð þér bróðurlega til að bíða ekki krist-
indómslaus eða með tómt dautt kristindómsnafnið þangað til.
Margr greiðir líklega í ár atkvæði með þeirn pólitiska fiokki, sem
ekki hefir verið við völdin á næst undangengnum tíma, ekki
vegna þess að hann hafi eiginlega svo mikið traust á embættis-
mannaefnum þess flokks, heldr af því hann þykist vera búirm
að fullreyna, að þeir, sem í völdum hafa setið, sé óhœfir til að
stjórna, og þar af leiðanda sé þeir vissir um, að þeir skifta þó
að minnsta kosti aldrei um til hins verra. Eg vildi spyrja hina
kristindómslausu menn, ef nokkrir slíkir eru hér, hvort þeir vilji
ekki gjöra eins. Látum yðr ekki þekkja kristna trú af eigin
raun. Eitt getið þér séð: Verra en það, sem þér hafið, getið þér
ekki fengið. þér missið ekkert við að sleppa vantrúnni. það
vitið þór eins vel og eg. Hún liefir aldrei glatt yðr, aldrei hugg-
að yðr, aldrei gefið yðr neitt, aldrei gjört yðr annað en illt. þó
að trúin kristilega væri elcki neina mannlegir draumórar, hún
væri samt gróði fyrir yðr, því þér getið þó ímyndað yðr, að það
er sælt að dreyma um drottin sinn. Eg skal í þessu augnabliki
ganga inn á, að trúin kristilega sé 'draumr; en þeir draumar eru
allir fyrir daglátum. þeir draumar kotna allir fram. Einhver